Tuesday, November 27, 2007

Ég er búin að koma mér í klandur. Mikið rétt.

Ég er að fara syngja í fyrsta sinn opinberlega með grúppunni minni ; Fool for champagne..

Þann 23. des næstkomandi. Ok ...
Ég er að missa mig í stressi og spenningi.
Aðrar fréttir eru að ég skammast mín að vera hvítt millistéttar ungmenni sem er með silfurskeið í munni.
Ég sit úfinn við tölvuna hans pabba á meðan albanska hreingerningarkonan (Elvíra) okkar tekur til hendinni.
Ég veit eki alveg hvernig ég á að haga mér. Ég næstum því hneigi mig þegar hún er búin að þrífa.Ég loka alltaf einu herberginu, þar sem ég hef smekklega ekki brotið saman fötin mín og sé smá væntumþykju í bláu augunum hennar við að sleppa við þá gleði og jú þá reyndar finnst mér ég ekki vera alvond prímadonna.

En já , ég fann Önnu Birtu sem að stundaði eitt sinn heilsurækt. Ég fór í garð með leiktækjum sem er í hverfinu mínu og þar var hún hangandi í littlum kastala.
Ég fór með hana heim og við gengum saman að Go-Go gymminu í næsta nágrenni og urðum eitt á hlaupabrettinu.
Er einmitt að massa upp hörkutóla stemmingu svo ég geti lyft lóðum og öskrað með hinu sveitta fólkinu.
Ég skrópaði í skólanum í dag. Mér finnst það eiginlega svoldið skemmtilegt. Lygi, mér fannst það æðislegt!
Er í heima fötum og búin að skemmta mér konunglega ásamt vinum mínum úr Little Britain.
Gleði, gleði.

Nú er þanning ástatt hjá mér að fimmta Kanebo púðrið mitt hefur sagt sitt síðasta.
Já , ásamt öllum hinum hefur þetta púður líka brotnað og dáið.
Nú hef ég ekkert til að fela andlit mitt og nota trefla ítrekað yfir allt höfuðið og hermi eftir stallsystrum mínum sem trúa á Múhameð og skil þó eftir smá glætu fyrir augun.
Þetta eru efiðir tímar kaktus bróðir.

Ég hef greinilega frá engu að segja og kveð því að sinni .
Ég bið Allah að senda mér nýtt Kanebo púður og fleiri komment.
7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

besos besos beautiful!
þú ert best!
Raggan

1:59 PM  
Blogger Ester said...

,,Íslenskt-eðal -hvítvínslegið nýra"... BWAHAHAHAHAHA... Ohh Anna Birta mín, þú ert æðisleg!!! Ég sakna þín svooo mikið.

Ég og mamma vorum að koma heim úr mæðgnaferð frá Berlín og skemmtum okkur æðislega, fórum á kaffihús, borðuðum mygluosta, drukkum rauðvín, versluðum (kannski aðeins of mikið...) og fórum út að borða og skoðuðum berlínarmúrinn og fræddumst um kalda stríðið! Nú verður svo brjálað að gera hjá mér frammað jólum í prófum og rugli en ég er EKKI búin að vera dugleg :/

Elsku besta hafðu það sem allra allra best, ég hugsa mikið til þín!

set inn ferðasögu bráðlega og myndir á www.biggster.bloggar.is

Kossar og knús
Ester ósk

2:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Anna Birta mín ég skil þig vel með Kanebo-ið! Hvað gerir maður án þess. Spurning að kaupa sér bankaræningja-lambúshettu fyrir erfiðu dagana? En þú ert samt alltaf falleg og þarft ekki að hafa áhyggjur af því:)

Samanþjappaðar kveðjur í krukku!
Rakel í danksa

1:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jiiiii Loksins fann ég þig !!!!! vá ég er bara með stórt skarð í mit hjerte af söknuði.... ég er búin að meila þig en án árangurs og ég fann síðuna þína af algerri slysni.... mikið langar mig að spjalla við þig og eiga smá qualety time með þér mín kæra. Mikið í gangi núna hjá Big-A, já og kl. er 3.30 hjá mér I know... ohhh mig langar að vita ALLT aLLT sem er búið að eiga sér stað hjá þér og mig langar að koma til þín og vera hjá þér bara núna!!!!

Skna þín systir og elska þig
xxxxx
Big A

11:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Anna birta mín,

það er ekkert annað í stöðunni fyrir þig en að fá þér púðurfarða sem er í plasttúpu og þú getur grýtt í gólfið repeatedly án þess að það eyðileggist... gefstu upp á kaneboinu girl, its time!

ást og gleði til þín!

3:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halló elsku stelpan mín!
Hvað það er gaman að fylgjast með þér í þessum skemmtilegheitum. Við sitjum hér og reiknum við ND, voða stuð. Fór á sýningu hjá Mömmu hennaar Lísbetar, mjög áhugavert. Orðið jólalegt hjá okkur ND, seríur komnar í glugga og aðventukransinn tilbúinn. Hérna er sólin á lofti og yndilegt að ganga úti í góðu veðri.
Sendum þér hjartans kveðjur og vonum að þér líði sem allra best, söknum þín ekkert smá:)
Sagapo poli; þínar ND og mammalínaX

10:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er búin að vera slöpp við að fara blogg rúntinn minn uppá síðast kastið og biðst afsökunar á því:)
Þú ert alltaf jafn skemmtilegt og mér leið svo vel eftir að hafa spjallað við þig á laugardaginn!
Þú þarft engan trefil til að fela eitt né neitt! leifðu bara alvöru Önnu Birtu að skína;)

2:38 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home