Tuesday, November 20, 2007







Katerína er að fara á morgunn. Ég heyri tilhlökkunina í grátkirtlunun mínum sem fá mikið út úr því að framleiða tár og ekka. Ég hugsa nú að flestir sem þekkja mig vel vita að ég er grátdrottningin! Fékk aðeins of mikið af tilfiningum í bakpoka lífsins og veit að það verður grátveisla á morgunn.
Katerína er blíðust, björtust, skemmtilegust , klárust og fallegust.
Hún er með einstaklega misheppnaðan húmor og fær mig þess vegna til þess að emja úr hlátri alla daga, hún er hörkutól og kennir mér að vera sterkari ... vá ég ætti eiginlega bara að fara í fangið á Opruh og gera þetta alminnilega með tónlist, myndavélum og tilheyrandi...buhuhuh...hú.
Verð að koma mér úr þessari vælu deild!

Ok. Ég á eftir að sakna Katerínu og í stað þess að vera of hjartnæm ætla ég að segja töffara sögu af henni systur minni sem hlýnar mér um hjartaræturnar.
Síðasta sumar vorum við systurnar staddar á fabjúlús dansiballsklúbbi í Glyfaða.
Við hrisstum okkur í takt við dynjandi dansi-dansi-tónlist og skemmtum okkur konunglega.
Það var að sjálfsögðu troðfullt og fylltst staðurinn ennþá meira þegar her af ofþjálfuðum fótboltaköppum gekk inn á dansgólfið og byrjuðu að heilla dömurnar.
Jæja Katerína fer að spjalla við eh gaur sem var þokkalega hávaxinn og massaður og virtist góður til undaneldis (ekki lengi muhaha) í minningunni.
Þau dansa eh saman og spjalla og fara aðeins frá vakandi augum ofverndandi stóru systur, ÖB.
Stuttu síðar kemur Katerína þrammandi að mér skjótandi neistum í augunum og segir mér að gaurinn hafi verið algjör aumingi og reynt að káfa á henni ósentilmannslega.
Ég tjúnast að sjálfsögðu upp og segji nokkur óvönduð orð og hyggst berja mann og annann.
Þá segir Katerína mér að hún hafi tekið utan um hreðjarnar á náunganum og kreist og sagt svooo skemmtilega ,, Do you want to have children in the future?!!!!''
Vinurinn var fljótur að láta sig hverfa og hugga fjölskyldudjásninn.

Það eru til margar góðar sögur af henni Katerinu en þessi er bara heit!
Damn fine woman!
Jæja ætla nú að hjálpa henni við niður pakk, við erum báðar ofur sjúskaðar með skítugt hár og í ólekkerum illa þreyttum fatnaði.Þess vegna ætla ég að finna nokkrar vel valdar glans myndir af okkur til að blekkja okkur um körrenta átlúkkið.

PS
Var vör við óþægilega margar stafsetningarvillur í fyrri bloggum og bið lesendur mína að vera alveg sama eins og mér. Ég vil einnig þakka fyrir skemmtileg komment, ég vil fá fleiri!
Ást og ostur.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þið eruð báðar svo mikið yndi :) hlakka til að ´sjá þig Katerína á Ísafirði.. Anna skemmtu þér vel í Grikklandi, hlakka til að sjá þig kannski á Íslandi og kannski í Grikklandi ;)

5:48 PM  
Blogger RaRa said...

sko þið systur eruð engum líkar! algjörar perlur og æ lov jú tú deþþ! alltaf gaman að lesa bloggið þitt ástin mín! kossar og knús frá Garðabænum
Ragga R

10:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

hlæ alltaf pínu upphátt þegar ég les bloggið þitt elsku kjellingin mín:) Sakna þín hið óendanlega og er með í maganum að hafa ekki getað svarað í símann þegar þú hringdir um daginn:.(
Tárdrottning þú átt þér margar aðdáendur skal ég segja þér og það sakna þín allir á ísafirði, íslendinar eru svo heftir og öpptæd einsog þú veist að engin gat sýnt almennilegar tilfinnginar þegar þú varst á staðnum en nú grenja allir;) jæja er farin að bulla.. ps einsgott að anna og tinna lesi ekki bloggið þitt.. ;) ég hef allavega ekki tekið eftir einni einustu stafsetningarvillu... love you beibí kv.Ester Sturlu.

9:13 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home