Saturday, December 15, 2007

Skrítið líf í Grikklandi.

Myrsini frænka sem er með kúlu og komin 4. mánuði á leið ætlaði að giftast unnusta sínum þann 27 des næstkomandi.
Það skyldi vera borgaraleg athöfn og 52 ættingjar Vangelisar frá littla þorpinu hans ætluðu að koma og halda uppi stuðinu.
Verð að geta þess að þegar Myrsini sem er með mastersgráðu og menntuð í Frakklandi fór í fyrsta sinn til þorpsins var mikilvægasta spurningin hvort hún kynni að elda og hvort hún væri ekki örugglega sómasamleg húsmóðir!
En já hinn ekki svo sjarmerandi Vangelis hætti við brúðkaupið fyrir 3 dögum og hringdi í alla vini og ættingja og aflýsti fögnuðinum.
Hvað varð um herramensku????!!!! ÉG átti ekki eitt einasta orð, þau eru búin að vera saman í tvö ár, eiga von á barni, pabbi Myrsiniar var að deyja og þú hættir við?
Einn dagur leið í sljóleika og síðan hætti Vangelis við að hætta við og hringdi í alla vini og ættingja og lét vita að brúðkaupið væri aftur á dagskrá!
Vá, ég er ekki alveg að ná þessu.

Annars vildi ég láta vita af indversku vinum mínum sem sitja við hliðina á mér í strætó og hlusta á indverska Bollywood tónlist og raula með littla vasaútvarpinu sínu.
Einnig varð ég fyrir þeirri ógleði að dauða drukkinn miðaldra rússi andaði niður hálfsmálið mitt og talaði (án djóks) við mig á rússnesku í hálftíma og úðaði ferskum viskí andardrætti á mitt kurteisa andlit.

AnnaB í gleði snauða landinu.

Ps Komment gleðja mig!!

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ sæt og fín...vildi bara segja þér að ég er svolítið sein með jólakortin þannig þú mátt alveg búast við að þitt komi seint...en eins og máltækið segir...betra seint en aldrei. Þannig ekki halda að þú fáir ekki jólakort frá okkur...;o) Við söknum þín ofsa mikið og ég kveð þig með setningunni hans Michaels "gúggelígúggelígúggelí"...:o)

11:17 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ mín skemmtilega og óendanlega frumlegi frumburður!Takk f. spjallið.
Við amma, UB+litlu pjakkar, KI, Óli frændi og Kristján frændi (Laufeyjarson) vorum í yndislega skemmtilegu afmæliskaffi hjá Ingólfi frænda í dag, hann varð 85 og hló manna mest þegar hann ryfjaði upp prakkarasögur af mér frá Djúpavogi, svoo fyndið fólk. Fór á leiksýningu hjá Brynhildi og Atla Rafni í Landnámssetri, kíktu á heimas. Var m/ Bjarna Palla, Ragnhildi og Friðbirni, þau komu síðan heim í kaffi og með. B.P.ætlar að búa hjá okkur næstu önn, hann ætlar að kenna stæ, v/ MB.Rosalega sniðugt. Er búin m/ krossg. Hemmi og ND að passa f. Rabba, Níels orðinn afi, Herdís eign, gullfallega lítinn dreng og Hemmi orðinn langafi!!Er að semja jólakort og njóta mín m/kisu. KI í Rvík og amma og hún k. á morgun.Matur hjá Ragnhildi f. okkur öll, snemmjólaboð:)Kysstu Myrsini frá mér, rassskella karlana þarna. Kossar frá mömmu hressu m/ gleraugun og kisa á hnjánumXXXXXX

11:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

hi fallegust... :) sakna þín svooo mikið. þín Ester á ísó.

2:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá... hann er nú bara dáldill skíthæll þarna skdfjsjwht-whatshisface! Vill maður eitthvað giftast manni sem hætti við og hringdi í alla og afboðaði en hætti svo við að hætta við ?? Speees... en jæja elskan mín, ég sit hérna og les fyrir síðasta prófið mitt og er ekki að nenna því. Langar bara að rabba við þig og rölta veiðihringinn ;) Sæta mín, ég sendi þér langt og djúsí jólameil bráðlega =) Vertu kát og sæt einsog alltaf ..

Ester Ósk

7:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

sko ég var að koma frá litlu afskektu þorpi í ungverjalandi og það er ekki tekið út með sældinni þar! þú ert þó í heimsborg og ættir að geta ratað á lið sem er ekki með yfirvaraskegg og hækkandi hárlínu, aðeins 15 vetra gamlir! þeir eru nú frekar vibbalegir ungverjarnir! iss, komdu heim og ég skal sko kynna þig fyrir nokkrum sómasamlegum íslenskum drengjum! þótt furðulegt megi virðast þá er ég búin að finna þann eina íslending sem er herramaður af guðs náð og elskar mig jafn mikið og ég elska hann. þeir eru líka til á litla íslandi já! ísland saknar þín og ég líka!
-Ragga litla sundnörd sem flakkaði um Evrópu og skellti nokkrum íslandsmetum niður í Eindhoven og Debrecen!
... og einn góður lúðabrandari til að fá þíg til að brosa í gleðileysinni!
Hver er munurinn á apa? Hann spilar hvoki á píanó! hehe mér finnst þessi jafn góður og hann er lúðalegur!
love you much! besitos!

4:31 PM  
Blogger Unknown said...

Anna Bita calles herself a medium abroad in The Netherlands and is intervering in thr lovelife of young people. Shame on her!

8:30 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home