Tuesday, December 18, 2007


Piano eru svo falleg.
Ég er alltaf jafn heilluð af þeim. Ætla að gefa sjálfri mér í jólagjöf píanó tíma í janúar.
Dagarnir mínir fljúga áfram í söng og endurtekningu.
Við æfum alla daga og ég er næstum búin að fá ógeð af tónlistinni okkar.
Það líður að fyrsta gigginu okkar á n.k. sunnudag.
OMG. Vona að það gangi allt í haginn...

Ég ákvað að hætta að vera fúlisti og er aftur komin í glöðu deildina.
Þar eru allir hamingjusamir og skemmtilegir þar að auki.
Er búin að horfa þó nokkrum sinnum á The Secret myndina og ætla að taka alheiminn með trompi og bjó til Vision Driven Board !
Þa var mjög fyndið, ég sat og klippti út allt það sem mér fannst heillandi úr heimskulegum tímaritum og dútlaði og skreytti í anda leikskólabarna á trönur.
Nú er bara að bíða og sjá.
Gangangangang!
Annars sat ég og skrifaði jólabréf í dag og bið fólk sem að ég elska og elskar mig að örvænta ekki þið fáið sætar kveðjur bráðlega.

Sendi bjartar kveðjur úr væm heimum.


10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hellúu hjartalús!

Rigningin hér í Borgarnesi (fyrir utan brjálaða rokið að undanförnu) lemur rúðurnar akkúrat núna. Er m/ jóla jóla allt í kringum mig:) Tók þátt í ótrúlega skemmtilegu íþr. móti í skólanum, við kennararnir rétt töpuðum en við skemmtum okkur því meir. Litlujólin á morgun... KI kom í tæpa viku,tók próf í ens. flaug vestur í morgun og er að byrja í Sam. á morgun, duglega stúlkan mín. Rosalega er gaman að lesa hvað þú ert að stússa, þetta er einmitt það sem maður á að gera, velta vöngum yfir skemmtilegheitum lífsins og tækifærunum sem eru innan seilingar.Verð í gæslu á Buff balli á ve. skólans á n.k. fös. og síðan keyrum við ND. Amma er mætt m/ prjónana og við höfum það svo gott. Það er pakki e-r staðar á leiðinni í háloftunum:)
Margir kossar, ég slæ á þráðinn fljótl. fáðu allt út úr söngnum sem þú getur og njóttu þín á tónl. m/ þessum góðu/ sérstöku félögum þínum.
Margir kossar úr des. vætu og myrkri, þín mammsaxxxxx
ps er komin m/ motturnar á gólfin og kisi hann fletur sig út og malar

11:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að gleðin þín sé komin aftur, horfði á secret og varð heilluð, náði að vísu ekki lengra en það, en hvef tileinkað mér vissa spek iþaðan, hef líga keypt mér bókina alveg tvisvar en alltaf gefið öðrum hana sem mér finnst þurfa að kíkja á hana meira en ég :):)

jólastressið að segja til sín á Ísafirði --- en það er bara gaman :):)

þín er sárt saknað á Ísafirði
gleðileg jól ljúfust og njóttu þín þú ert yndi

kv Tinna Ó :):)

p.s. er með síðu líka : getur skilið eftir þig spor www.tinnfridurfjola.bloggar.is

8:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæta kona..

ég er ógeðslega andlaus og leiðist í vinnunni..

sendi þér meil á eftir og segi þér meira skemmtilegt..

ester ósk

2:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku yndislegust.

Vildi bara óska þér gleðilegrar hátíðar fallegust og vona að þú hafir það sem allra best.

Vona líka að jólakortið hafi skilað sér til þín.

Skrilljón kossar og knús ást...

Kv. Auður og fjölskylda.

11:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Gullið mitt! gleðileg jól og hafðu það gott yfir hátíðina!
kossar og knús úr Garðabænum frá öllum í löngumýrinni.
RR

11:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól yndislegust:)
Hafðu það gott yfir hátíðirnar!


Bestu kveðjur frá okkur í Danmörkunni, Rakel og co

2:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halló elsku litla systir mín sem ég þekki alltof lítið !
Vildi bara óska þér gleðilegra jóla og hamingju á komandi ári!
Mikið var gaman að fá aðeins að hitta þig í sumar þó það væri bara aðeins...
Ég hugsa oft til þín þó að ég sé voða löt að hafa samband..

Knús og hlýjar hugsanir
þín systir Binna

4:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Langaði bara að óska þér alls hins besta yfir hátíðirnar elsku Anna Birta :) Gangi þér bara alltaf vel í því sem þú gerir og hafðu það gott
-Alberta;)

12:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta,
vona að þú hafir haft það gott um grísk jól og ármaót !! Þau eru sennilega aðeins öðruvísi en hérna heima á Íslandi.

Það styttist óðum í komu mína til Aþenu, 35 dagar í brottför. Erum búnar að komast að því að íbúðin okkar er í frekar vafasömu hverfi, ekki langt frá dóp- og hóruhverfi, en grikkinn sem var í HR seinustu önn sagði þetta allt í lagi. Við erum allar að deyja úr spenningi, orðnar þreyttar á tilbreyitingarsnauðum vikum í Reykjavíkurborginni og tilbúnar í hvað sem er. Ertu með e-ð mail ?? Væri ótrúlega gaman að heyra í þér áður en ég kem út... mailið mitt er gyda06@ru.is

Annars gott að gleðin er komin aftur hjá þér, get ekki séð þig fyrir mér annað en skellihlæjandi, það var ýmislegt sem við tóokum upp á okkar "villtu" dögum á vistinni.

Kossar&knús, kveðja Gyða Borg

6:08 PM  
Blogger Bára Bjarnadóttir said...

Ég sendi þér jólakveðjur og vona að 2008 uppfylli allar vonir þínar og væntingar. Það er svo gaman að lesa allt sem þú skrifar úr gleðiheiminum þínum, og ég óska þér mikillar skemmtunar og góðs gengis við píanóið, og bara allt annað.:)
-Bára

1:33 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home