Ég átti afmæli 23. apríl og ég varð 22.
miðað við innbyggðu hamingjugenin mín sem yfirleitt blómstra á afmælum.
Fannst ég furðulega gömul og lítil í senn.
Ég hafði ekki gert nein veisluplön og mér fannst eins og að það væri ekki til neins að upphefja daginn, jú þó, ég fór í rauðann kjól.
Þegar skólanum lauk fór ég í móðurföðurhús og sá mér til mikillar gleði að amma mín hunángskona hafði bakað tvö epplapæ og bollur!
Eldhúsborðið skreytt með kertum og allskyns afurðum sykurfélagra Íslands.
Ég hrindi svo í góðar konur sem að komu í afmælisveislu sem varð eiginlega barnaafmæli, en vinkonur mínar hafa einmitt verið mjög iðnar að koma littlum krílum í heiminn.
Aðal númer afmælisveislunar var einmitt Mikael Benjamín, tveggja mánaða og fékk okkur allar til að kikna í hnjáliðunum.
Hér koma nokkrar myndir úr gleðinni.
P.S Þið sem munduð ekki eftir afmælinu mínu eigið bágt.
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home