Monday, October 01, 2007






AB Jazzin thrú pípúl


Fyrir einu ári síðan fór ég í yndislega jóga ferð til Kalamata, sem er á Peloponisos skaga hér syðra í landi djúsi guða.
Ég fór í eina viku og stundaði jóga blítt. Ég bjó í yndislegu Feng Shui húsi og var sem kátust í hópi miðaldra fólks að leita að innri frið og hamingju.
Þar kynntist ég konu sem ég elska, Josei.
Hún var grænmetiskokkurinn í ferðinni, Hollensk í hippa pilsi og með rauðleitt hár ný orðin sextug.
Það var eigilega ást við fyrstu sýn. Ég gekk inn í rétt byggða feng shui húsið á fallegri hæð og gekk að þessari konu og faðmaði hana eins og ég hefði þekkt hana alla tíð.
Skemmtilegt nokk, þegar ég kynnti mig með nafni sagði hún svoldið merkilegt við mig.
Hún á einn son sem heitir Nils Christian, hann fæddist 14 des 1977. Hún var nokkuð viss að myndi fæða dreng og var búin að nefna hann þessu fína nafni, nema þegar leið á meðgönguna ákvað hún að skrifa eitt stúlkunafn til öryggis í dagbókina sína.. og vitið menn það var
Anna Birtha.
Þetta væri kannski ekki frásögu færandi nema hvað við urðum miklar vinkonur. Við dönsuðum saman í eldhúsinu og hún kenndi mér allskonar grænmetisrétti þessa dásemdar-gleði viku síðasta sumar.
Við höfum síðan skrifast á vikulega og mér finnst hún vera mamma no,tvö og hun kallar mig dóttur sína.
Ég heimsótti hana og maninn hennar Jeff (67 ára breti, mikið gull) um jólin í fyrra þar sem þau búa í Kalamata og aftur núna um helgina þar sem ég var boðin í brúðkaupið þeirra.
Það var mikil gleði og ást og hamingja og ég var ein í innsta hring af fjölskyldumeðlimum og vinum frá Hollandi og Bretlandinu gráa.
Ég lagði af stað fimmtudagsmorgunin um áttaleitið eftir 12 tíma vakt á Suita og svaf í rútunni með fæturnar klesstar við gluggann og hendurnar hangandi á gólfið hálf meðvitundarlaus af þreytu og með bleikan silkikjól hangandi yfir mér í plasti, til að vera örugglega sómasamleg í veislunni.
Þetta er í fyrsta sinn sem að Josei giftist en Jeff missti fyrri konuna sína fyrir 7 árum úr Alsheimers, þau voru þá gift í fjörutíu ár.
Ástin er til . Þau hafa verið saman í 3 ár og eru eins og ástfangnir unglingar.
ÞAu byggðu sér yndislegt hús saman á fallegri hæð með blárri hurð. Ég týndi blóm og bjó til blátt hjarta á hjónarúmið og alheimsblessaði herbergið.
Veislan var æðisleg og ég bjó í húsi með vinum og fjölskyldu Josei . Við drukkum mikið vín, dönsuðum og synntum í sjónum og glöddumst með brúðhjónunum blíðu.
Þetta var æðisleg helgi og nú bíð ég spennt eftir djúsi jóga helgi með góðum kennara.
Svo komst ég inn í háskólann eftir allt saman og byrja í næstu viku í Grískunni.
Gaurarnir sættust í hljómsveitinni og haustarbláminn hvarf úr hjarta mínu með Hollenskum hreim.

Ástarþakkir fyrir falleg komment, ég vil fá fleiri.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæl Birta mín! ég fór allt í einu að hugsa til þín (hugurinn á það til að reika f. framan námsbækurnar) og fór að bölva þér fyrir að vera ekki með blogg... ákvað að kíkja á gamla bloggið þitt og viti menn þá ertu bara farin að blogga aftur!!! Ekkert nema hamingja hér á bæ :)
gaman að lesa um afdrif ykkar systra, haldið áfram að vera skemmta ykkur!
Mæður okkar á leið til US and A á morgun að láta gott af sér leiða, held við ættum að hittast e-n tímann í útlöndum, ekkert endilega láta gott af okkur leiða - kannski bara drekka kokteila á ströndinni ;)
ætla bráðum að senda þér eitt svakalega langt og skemmtilegt bréf.... guð veit að mig vantar oft afsökun til að læra ekki, og hvað er betri afsökun en bréf til Grikklands? fátt held ég

2:11 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home