Tuesday, January 22, 2008


Ég er inn og út úr tilvistarkreppu félaginu þessa janúar daga.
Stundum er ég í essinu mínu og valhoppa um Aþenu og faðma tré á víðavangi.
Stundum er ég með krumpað enni í littlum kaffihúsum að reyna að skilgreina lífið og hvort ég sé á réttri braut. Mér finnst annsi taugatrekkjandi að verða 23, eftir 3 mánuði.
Langar að fara í inntökupróf í leiklistarskóla í Bretlandi en er frekar meðvituð og pínu skelkuð.
Svo finnst föður mínum prófessornum ég ekki sína nógu heilsteyptan áhuga á leikhúsi til að vilja verða leikkona.
Ég veit að ég á ekki að hlusta á svona murmur en samt sem áður skríða svona athugasemdir inn undir hvíta húð með fæðingarbletti.
'Eg vinn þrjá daga vikunar á kaffihúsi sem heitir Barea, ég fæ 3,500 kr fyrir 8 tíma vinnu og fæ útborgað vikulega í seðlum!
Það er bara fínt, yndislegt fólk sem vinnur þarna og ég er 7 mín á leiðinni í vinnuna.
Háskólinn er bara ágætur, við erum stundum góðir vinir , suma daga þolum við ekki hvort annað.
Ég bíð nú spennt eftir fallega skreyttu persónulegu bréfi frá Lín fullt af gulli til þess að gera tilveru mína aðeins léttari.
'Eg fer tvisvar í viku til Meniði sem er tveggja tíma ferð framm og tilbaka til að sjá Nikitas littla og ensku-passa hann.
Það er orðið svoldið þreytandi, sérstaklega þegar fólk reynir að tala við mig á rússnesku.
Indverska tónlistin úr littlum vasaútvörpum farðþega made in India og skrikkjóttir vegir eru búin að missa sjarmann og ég ætla að segja upp næstu daga.

Grikkir halda upp á nafndaga, en haldið er upp á öll nöfn og vegna þess að engin nennir að muna afmælisdaga þá er oft haldið upp á sameiginlega nafndags gleði.
En það gerði einmitt faðir minn í síðustu viku ásamt tveimur vinkonum sínum.
Það komu 50 manns heim og mikið sungið, dansað og borðað.
Annars hef ég frá littlu að segja, ég vaknaði einn janúar morgunn við jarðskjálfta sem var 6.5 á rikkter og rúmið mitt dansaði frá veggnum og skelltist aftur. Ég hélt að dómsdagur væri runinn upp og óskaði þess að hafa hlustað á votta Jehóva.
En svo átttaði ég mig á því að ég væri ennþá ó dæmd kona langt frá hel.

Ég kveð að sinni, þarf að skutla mér í bað.
Ég sendi birtu og kossa.
Ég þakka fyrir skemmtileg komment frá yndislegum konum og afsaka sambandsleysi.

Óver and át.

PS er komin með myspace síðu.

www.myspace.com/annabirta

15 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ohh.. við öfundum þig allar núna í kuldanum á ísafirði. kv.Ester

4:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Farðu í inntökupróf í leiklistina!! Annars áttu eftir að sjá eftir því! :) Þá fengirðu líka án efa fleiri heimsóknir en til Grikklands! ;)
Quero que voce estaria aqui hoje, tenho aula de yoga, e eu sou a professora! Quero voce aqui comigo! :)
Te amo minha amiga mais linda do mundo!! :*

11:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

einhverra hluta vegna hef ég ekkert getað kommentað hjá þér en vona að það heppnist núna, enda komin með ógeðslega pæjulega apple tölvu... svona eins og Carrie í Sex and the city... ertu ekki enn með emailið annabirta@hotmail.com?

Ekki hafa of miklar áhyggjur af hlutunum og lífinu elskan :)
kv. Álfhildur

2:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl hjartagull, gott að búa í nánd við skjaldbökur, þær gætu ekki verið rólegri, er það?
Hér í Nesinu er allt í góðu, ég kenndi eldri nemum fyrr í kvöld, KI var í ræktinni og ND var hjá vinkonu.
Amma 75, hún er alltaf svo hress og jákvæð og er á leiðinni ti l Kúbu í mars.Allir í fam,í sterkritómatsúpu hér í gærkv. Sindri farinn að senda heim kassa m/ hörðum pökkum og er upptekinn við að kveðja, hann lendir að kvöldi 3.feb. Sendum mikla hjartahlýju og gleði til þín ástarengill, þú ert engri lík.
Polla filia, mammalínaxxxxx

9:33 PM  
Blogger Brynja Huld said...

Hæ Anna Birta!

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, veitir mér ómælda gleði.

Haltu áfram að vera dugleg að blogga og hver veit nema maður poppi niður til Aþenu áður en ég yfirgef París.

Brynja Huld! xxx

7:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskan mín! ég hlakka svo til að sjá þig aftur! get ekki beðið.
Í sumar verður Palli útá sjó. hann er búinn að fá mjög gott pláss og bráðum verðum við rík;) djók! En sökum þess þá mun ég örugglega vera mjög einmanna. get ég ekki treyst á að þú verður góðukunnur gestur hjá mér?
Vantar smá önnu birt núna!
Hættu að hugsa svona mikið útí hlutina og láttu þá bara gerast;) þú veist að þú munt enda þar sem þú vilt vera:)
Vertu dugleg á speisinu kona;)
Love u

María

4:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskan mín! ég hlakka svo til að sjá þig aftur! get ekki beðið.
Í sumar verður Palli útá sjó. hann er búinn að fá mjög gott pláss og bráðum verðum við rík;) djók! En sökum þess þá mun ég örugglega vera mjög einmanna. get ég ekki treyst á að þú verður góðukunnur gestur hjá mér?
Vantar smá önnu birt núna!
Hættu að hugsa svona mikið útí hlutina og láttu þá bara gerast;) þú veist að þú munt enda þar sem þú vilt vera:)
Vertu dugleg á speisinu kona;)
Love u

María

4:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

að vera 23 ára er ekki alls kostar slæmt! ég mæli með því og vel það! annars voru 3/4 af ykkur mæðgum hér síðustu nótt og mikið fjör og mikið stuð! ég og Katarína hoppuðum ofan í make up kittið mitt (úr snyrtiskólanum) og áhugi systur þinnar á dolly pink og sahara litaröðunum leyndu sér ekki!
annars sendi ég kossa og kveðjur til aþenu og með prógrami á við 4 manneskjur kemst ég ekki í heimsókn til þín þetta misserið. því miður :S einsog mig langar óendanlega mikið að koma og knúsa þig!
bisous
RAGGA R

8:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hææææ gullkonan mín!

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt:)
Ánægð með þig að vera komið með myspace!

Margir kossar, knús og saknaðarkveðjur frá DAnmörkunni
Rakel

9:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hææ.. ohh hvað ég er glöð að þú ert loksins orðin tæknileg og komin með mæspeis!

Sakna þín ubermegasvakamikið !

þín Don Chestero !

2:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ þetta er mamma aftur það er svo gaman á námskeiðinu hérí grunnskólanum.

Heyrumst. margir kossar, mammalína

8:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hjartagull!

Er búin að vera að reyna að hringja í þig fyrripart sunnudags en þetta er allt í góðu. Sólin skín núna í Nesinu eftir hörkufrost. ND skrapp í bæinn í gær að hitta Hermann en við KI erum á leiðinni til þess að útrétta, IKEA ofl. en fyrst ætlum við í ræktina. Fór á þorrablót m/ Ragnh. frænku, dansaði og skemmti mér vel en er voða léleg v/ að spjalla v/ drukkna karlmenn sem anda ofaní hálsmálið... Er að setja saman úrklippu bréf sem þú færð vonandi f. helgi. Sindri kemur í kvöld og við mæðgur og amma, kannski Unnsa stormum útá flugvöll!
Allt gott að frétta, Katerína sló í gegn m/ söng og píanóleik v/ opnun nýja skólans f. helgi.
Margir kossar og farðu vel með þig. þín mammalína og Katerína sem situr v/ tölvuna...

12:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku dúlla, er ánámskeiði,
ástarkvðjur, mammalína

8:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Anna Birta!! Ég rambaði einhvernvegin inn á þetta blogg. Mikið er internetið sniðugt! Sé að þú ert stödd í Aþenu...jii minn það er svo langt síðan ég sá þig. Stóðst ekki mátið að adda þér á myspacið. Kveðja Jóhanna

9:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

heyrðu hungang. .ég heimta nýtt blogg kona góð og það strax!!

12:39 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home