Sunday, February 24, 2008


Whaaaaaaaaaat uuuuuuuppp?
AB´s back from da hooood.

Febrúar var ekki alveg mánuðurinn. Ó nei, myndavélinni minni var stolið, ég bætti á mig nokkrum kílóum og ég var bitinn af hundi!

Ó, já! Ég hef alltaf fundið innra með mér eh vonda hundatilfiningu, eins sætir og heimskulegir þeir líta stundum út þá hef ég alltaf haft varann á bak við tjöldin.Ég hef eflaust verið drepin af hundi í fyrra lífi eða ég hef drepið hunda í öðrum lífum. Það er eh bak við þessa tilfiningu.. og hún fékk staðfestingu fyrir viku síðan.
Ég gekk frá húsinu mínu í flatbotnuðum skóm, í ullarsokkum (það snjóaði og í 3 daga, öllum skólum var lokað og það var ekki talað um annað í sjónvarpinu, ath mikil geðshræring ..sem er mjög fyndið..algjör upplausn í landinu) flautandi með þokkalega hamingju í hjartanu og fulla trú á kærleikann í alheiminum, bæði á mönnum og dýrum .
En það varaði ekki lengi, ég gekk 100 metra þegar hrein ilska byrjaði að gelta á mig og ég sé tvo ótrúlega ljóta hunda (ath ég er bitur þeir voru ekki svo ljótir en ég vil að þið skiljið mig) nálgast.
Ég hugsaði innra með mér ..ok ekki horfa á þá .. vertu kúl andaðu inn og út (þetta venjulega;) og ekki láta þá vita hvað þú ert fokking (afsakið orðbragðið) hrædd.
Ég byrja að ganga aðeins hraðar og reyni að láta eins lítið á mér bera og mögulegt er. En það var ekki nóg..þeir öskra og gelta og helv. forsprakinn kemur skuggalega nálægt mér og hjartað á mér fer að slá hraðar og ennþá nær og mér til einstakrar undrunar bítur mig í kálfann!!!
Tennur og læti. Ég varð svo hissa að ég hætti að vera hrædd og hin prúða dama sem gengur um í háum hælum og krossleggur fæturnar þegar hún situr og man að þakka fyrir sig og smjattar ekki þegar hún borðar vék fyrir hinni ósiðuðu og vondu konu sem býr í reiðinni minni sem ég hleypi aðeins út á hlaupabrettinu. Ég öskraði og ósvífnaðist eins frjálslega og þeir sem sæta eílifðarfangelsisdóma og berjast alla daga fyrir tilveru sinni í fangalefum. 'Eg sparkaði höndum og fótum eins og geðveik tuskudúkka og hræddi hundskvikindin þó nokkuð og nokkra saklausa vegfarendur líka.
Ég fékk tannför og læti og er búin að vera með fjólublágrængula marbletti á hægri kálfanum.
Ég þarf einnig að taka sýklalyf í 10 daga.
Já það er ekki bara alsæla hér.
Hér eftir mun ég aldrei ginnast í hundaklapp eða í þess háttar sódómu.

En yfir í þetta....

Ég er búin að senda umsókn í einn virtasta leiklistarskóla (LAMDA) í Bretlandi og er í því að læra mónólóga. Ég stend fyrir framan spegilinn og reyni að finna miðaldra þeldökka konu sem að býr í Missisippi og er háð heróíni, finna dimmuna sem fékk Virginiu Wolf til að drekkja sér og lifa mig inn í Söru sem að var óánægð með barnið sem hún ætleiddi.
Er að reyna finna breska hreiminn aftur er orðinn hallærislega amerísk-ish í tali.
Svo verður Shakespeare tekinn í næstu viku..yeah baby.

Hér tekur allt endalausan tíma. Grikkir eeeeeeeelska að búa til vesen og að flækja hlutina.
Eftir sjö mánaða dvöl mína hér hefur rómantíkin aðeins fölnað og ég sé ekki allt í rósrauðum blæ og heyri ekki tónlist í kring um mig eins og í bíómyndum.
Það tók mig td þrjá tíma til að senda umsóknina. Fyrst stóð ég í röð í hálf tíma inn í banka til að skipta evrum í pund.
'Eg fékk þá að vita eftir að hann(brjálæðislega lífsglaði banka starfsmaðurinn..not!) var búin að telja pundinn og evrurnar að ég gæti ekki fengið peninginn því ég væri ékki með skilríki..voooottt???!!!!

Þá gekk mín yfir hóla og hæðir og fann peningaskipti torg og fékk pundinn.
Síðan gekk ég inní póst heima. Póstur HELLAS.
'EG tók númer beið í 30 mín og bað um umslag...nei því miður þú getur ekki fengið umslag hér farðu að borði no 2. Ok ég þangað. Hún átti eitt umslag sem var extra extra large.
'Eg er nokkuð viss um það að umsóknin mín mun ekki fara fram hjá neinum! ! Svo vildi ég fá að senda bréfið með FED EX.
'Eg tók númer beið í 30 mín og fékk að vita frá sömu konu að ég þyrfti aftur að fara að borði no. 2...aaaaarrrrgghhh! Ok ég fór með falskt bros að borði no 2 og fékk að vita að það myndi kosta mig 4 þúsund kall að senda með fed ex...Up yours hugsaði ég með ó björtum tónum og tók annað númer og fékk þá loksins eftir 30 mín bið að senda x x x large umsóknina mína í póst.

Ég biðst innilegrar afsökunar á þessari heldur reiðri færslu en mér til varnar þá er hundaslefið ennþá dansandi í blóðstreyminu og munið, þetta var ekki glaður hundur.
Ég lofa hér með æðruleysi og fegurð í næstu færslu ásamt friði og gleði.


LÖÖÖÖÖ HÖÖÖÖV frá AB, baby.

15 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jeeeess.. blogg! Elsku Birtan mín, jafnvel þó þetta væri reiðilegt blogg þá yljaði það mér samt um hjartarætur. Þú ert yndipindi og ég sakna þín !

Þúsund kossar og knús =)

1:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég sá fyrir mér hvernig brosið hvarf smátt og smátt með hverri biðröðinni sem þú þurftir að standa í! Minnti mig skringilega mikið á brasilíska seinaganginn! ;)
Estou morrendo de saudades de voce, minha linda! (De verdade, estou MORRENDO!) Quero te ver logo!
Quando voce vai voltar para Islandia??
Te amo do fundo do meu coracao minha querida!! :*
Mil beijos e muito amor!!

2:58 PM  
Blogger Panos said...

Wow! An Icelander in Greece! Very rare... I am curious to understand what do you write in icelandic on your posts. I only understand bits and bites in the texts. I 'd be glad to communicate with you. You can also check my blog: http://voreioselas.com and email: panoslib (at) freemail (dot) gr
Thanks,
Panagiotis

3:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Loksins blogg ... búin að bíða svo lengi eftir góðu bloggi.. miss you og lov you sjáumst soon.. :) kv.Ester... Stefán biður að heilsa.

7:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vei vei, maður var búin að bíða eftir bloggi :) En ég hata líka hunda!!! hef alltaf hatað hunda, og mér finnst hvolpar - þó þeir séu sætir - alveg sérstaklega pirrandi kvikindi...
Haltu áfram að blogga, latir námsmenn þakka það ævinlega :)
Kv. Álfhildur

12:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ástarengill!

Þetta með hundinn er e-ð karmiskt...
Takk fyrir þessar yndislegu myndir, við KI urðum mjög kátar. Það er vesturferð á morgun, ljómandi skemmtilegt og gaman að hitta gott fólk.
Annars er sólin farin að skína svo glatt þó að snjórinn sé ennþá yfir öllu. ND og SE eru saman f. vestan og Hermann dekrar v/ þau:)
Kysstu þessa 2 herramenn frá mér,
margir kossar þín mammalínaXXXXXXX

2:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Anna ég sakna þín! ég vil fá þig til mín:( viltu hringja í mig fljótlega og ég hringi svo strax til baka? ég er augljóslega ekki með rétta gsm númerið þitt:(

Vantar álit þitt á vinnu málum hjá mér! veit ekkert hvað ég á að gera við mig!

Vondir mánuðir koma, en það þíðir bara að næsti verður betri;)

5:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æji þú ert svo fyndin, elska bloggin þín.
Krossa fingur og tær fyrir því að þú komist inn í skólann beibí!

-Ásthildur fyrrum vinnuskólapía

10:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Elsku Anna Birta, hunda sem þrá að bíta á að skjóta! það er bara þannig þeir eru storhættulegir, ég sá mömmu þína í seinustu viku í skólanum, og fattaði hvað ég sakna gömlu tímanna!!

koddu heim,

kveðja Tinna Ó

12:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæ ást! takk fyrir smsið! mikill söknuður héðan af klakanunm! koddu heim!
RAGGA R

4:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ komdu bara til mín í hemsókn hérna í S-France ég skal dekra við þig og skemmta mér með þér! bara gaman!

Ég sendi þér góða staum, fallega kona!

kveðja úr sólinni,
Arndís

4:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæ gullfallegust... þarf svo að fara að ræða við þig.. veit ekki nr. þitt þannig þú færð bara fréttirnar í gegnum blogg:/ eeeen.. en ég er að fara að eignast prins eða prinsessu í september;) call me..
kv.Ester á ísó.

8:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

heyrðu sæta kona.. farðu nú að blogga! ég þrái steypu frá þér..

2:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ fallega.
Meiri fréttir takk! Svo gaman að fylgjast með blogginu þínu.
En heyrðu, ég er búin í sónar og það lítur allt út fyrir að þú hafir haft rétt fyrir þér:)
Knús og kossar!!!
Rakel

4:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halllóóó!

Hvernig má þetta vera með þessa þögn?
Vorið löngu komið hjá þér og hvað...
Á ekki að segja okkur fréttir af hinu og þessu, við vildum gjarnan fylgjast með þér og vita hvað er í Xær, við mátuðum eins og sjúklingar- meira að segja ND fékk glaðning og fór í fullorðins vesti m/ loðkraga í skólann, alveg flottust. Ég er að æfa mig að ganga á háhæluðum stígvélum og í pæju gallabuxum, right! KI er þvílík pæja, og fór á flug í kjól frá Mónakó!! Við fengum einn á þig, ekkert smá ÖB-legur:):)
Láttu heyra frá þér, amma er hjá okkur núna og það var setið v/ lestur og spekúlasjónir í gkvöld.
Álfh. Erna og Fr. M komu sl. laug. og lágu í albúmunum og hlógu mikið, margt skemmtilegt rifjað upp, þið á vaxmyndasafninu í London í flisskasti.

Kossar mammalínaXXXXXXX

2:57 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home