Tuesday, April 01, 2008


Undanfarna mánuði hef ég unnið með stórum og littlum grískum plast mömmu dreng*mönnum sem eiga bari og sveifla bringuhárum með reisn.
Þessi sérkennilegi kynstofn er úrkynjun afkvæma Ken og Barbie.Blessuð sé minning þeirra.
Þessir menn eiga það allt sameiginlegt að vera rúmlega þrítugir, trúa því að menn séu æðri konum, að þeir meigi skipa starfsfólki sínu fyirir og síðast en ekki síst að mæður þeirra sé heilagar Maríur og í þeirra heima himnaríki búa þeir.

Þessir menn eru ekki vinir mínir.Innri feminísti sjálfs míns hefur vaxið hratt og hljótt og ég er farin að lýta niður á alla þessa menn hérna syðra fyrir vikið.
Jafnrétti kynjanna er annsi neðarlega á dagskrá og mun eflaust sitja á hakanum næstu árin, jafnvel áratuga.
Hvers vegna? Vegna þess að konurnar hér eru ekkert skárri.
Þær elska að vera húsmæður sem að lúta eiginmönum sínum.
Elska flaxandi bringuhár og skipanir.
Ojsen poísen.

En, hey....Anna Birta hefur ekki sofið í tvo sólarhringa vegna þess að hún er að koma heim!!!
Ganggangangagang!!
Ó, já. Grikkland out, Ísland inn.

PS.Eftir að ég hætti með reisn á gleðiríkjandi kaffihúsa barnum með hnefa í lofti og vikingagen, kvaddi ég Ken menn. Eini harmurinn var sá að ég varð að kveðja hálf geðveikan viðskiptavin sem færði mér eitt súkkulaði á dag í 3 mánuði.
Það vóg aðeins á vogaskálirnar bæði gagnvart karlmanns hatri og sívaxandi þrýstnum þjóðhnöppum gengilbeinurnar.

See you soon...turiloori loo....

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá það er svo fyndið það sem þú skrifar Anna Birta hahahah
kv. Álfhildur

1:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ fyndna og fallega kona! Ég var að fá smsið frá þér bara as we speak, ooooh ég hlakka svo til að fá þig heeeeim !!! ertu með eh númer sem ég get sent þér sms í? Og önnur spurning; Á ég að sækja þig á völlinn ?????????? láttu mig vita hvernig fer elskan og hvort ég á að sækja þig!

fullt af ást!
þín ester ósk

2:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hlakka óendanlega mikið að sjá þig Anna mín! :) Hvaða dag kemurðu heim??
Mil beijos e abracos para voce, minha linda! :*

2:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hlakka til að fá þig yndislegust! Verðum að palna mohito kvöld fljótlega;) á ég að búa til flott Vodafone númer handa þér svona í tilefni að þú ert komin heim? eitt er klárt að ég verð að geta náð á þig baby!

3:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

elskan mín.. það væri æði að koma á völlinn með mömmu þinni og sækja þig en ég er því miður að skrifa ritgerð og er alveg á haus. En ég ÆTLA sko að hitta þig um helgina !!1 Hringdu í mig þegar þú ert komin heim og í ró og við plönum eitthvað skemmtilegt !!!

Get ekki beðið eftir að hitta þig yndi !!!

8:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

haha! en fyndið! ég sendi Begga minn bara til grikklands þá.. hann getur flaggað bringuhárunum sem btw hafa bara life of their own stundum!
hlakka til að hitta þig ástin! kossar og knús úr garðabænum.
Ragga r

12:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæ yndisleg, kemuru ekki vestur til okkar elsku A.B mín?? :) grjónið er búið að fá að heyra svo margar sögur um þig og einhver verður að strjúka bumbuna allan daginn...;) þín Ester á ísó.

12:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

HALLÓ HALLÓ HALLÓ !!!

ERTU FARIN HEIM???

skyldiru mig eftir í Grikklandinu án þess að kveðja?? hmm

láttu heyra í þér sæta !!

koss&knús úr hundleiðinlegri ritgerðavinnu á páskadegi í Aþenu !!

kv. Gyða

6:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

HÆhæ... Bara að kvitta fyrir innlitinu. Það er gaman að fylgjast með þér heimsdama :)

kv. Sveinbjörg

12:12 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home