Sunday, October 07, 2007




Halló, halló halló!

Fullt af gleði fréttum..
Mamma mín og vinkonur hennar eru ótrúlegar ofurkonur og ég er mikið stolt af þeim.
Þær eru staddar í New York og voru að ganga 68 km til styrktar krabbameinsveikum konum á vegum Avon. Þú ert best, þúsund kossar og styrkur til þín.

Ég byrja í háskólanum á föstudaginn, gleði, gleði. Búin að fá skírteinið og allt!
Byrja í djass söng og píanó læri lær á morgun og er mikið spennt.
Mér finnst hversdagslíf erfitt.
Kannski af því að ég er naut með rísandi sól eða af því að ég er búin að horfa á of margar kvikmyndir eða af því að ég bjó í littlum bæ út á landi þar sem að dagarnir oftar en ekki runnu saman í einn .
Jæja hver sem ástæðan er virðist ég ekki vera í vandræðum með að rokka upp tilveru mína.
Fyrir tveimur árum var ég á eyju sem heitir Kea með vinum og vandamönnum.
Ég gisti í 200 ára gömlu hestahúsi í hjarta eyjunnar umvafin trjám, engisprettum, rauðum blæubíl og allskonar furðufuglum.
Ég málaði mikið á trönur og missti mig innan þjáða listamannseðlisins sem býr í olboganum mínum og lætur vita af sér við og við.
Nema hvað vinkona frænku minnar( Myrsini )kom og heimsótti okkur og varð svona líka skotin í einu af súrrealísku verkunum mínum og spurði hvort hún gæti ekki keypt það af mér.
Hún er stílisti og við ákvaðum að eh skildi hún hjálpa mér að stilla mér upp í eh framtíðar fyrirsætu myndaþætti og hún tók verkið í staðinn.

Það stendur þannig á hjá mér að ég er blankur námsmaður.
Ég sendi mánaðalega væna summu til Vísa stórveldisins og horfi síðan sorgmæddum augum inn í stóra, djúpa, tóma seðlaveskið mitt og dæsi.
Ég ákvað því að taka í taumana á þessum blankheitum mínum og vitið menn, neyðin kennir naktri konu að spinna.
Ég bað Vangelis, kærasta Myrsiniar að taka nokkrar myndir af mér í von um að koma mér í eh hugsanlegt verkefni.
Það vantar alltaf eh venjulegt fólk í auglýsingar og æ.. ég get nú varla tapað á þessu, hugsa ég.
Eleferia, stílistinn hjálpaði okkur að gera ólíkar myndir og ég var máluð eins og rokkari, 70´s chic, ballerína og sem nokkuð þunglynd kona sem bjó í stigagangi og drakk mjólk.
Klædd í latex búning og túberað á mér hárið.
Þegar kjánahrollurinn var í hámarki innra með mér og ég hélt að ekkert gæti toppað hallærisleikan var mín látin þykjast spila á rafmagnsgítar!
Þetta var pínlegt en samt fáranlega gaman. Alltaf gott að brjóta upp normið!
Nema hvað ég fékk fullt af flottum myndum og falska fyrirsætu öryggiskennd og hringdi í auglýsingu úr Athens News fyrir Ítalskan vörulista.
Við Katerína fórum saman í gær að hitta fólkið sem stóð fyrir þessu og vitið menn við vorum beðnar að taka þátt og fáum væna summu af seðlum fyrir að klæðast venjulegum kjólum og segja sís.
Annars er ég að fara vinna síðustu kvöldvaktina mína á barnum í kvöld og er að reyna að koma mér úr þessum stól og í sturtu.
Bless, bless, blessi ,bless.

Við Katerína tokum vitlausan sporvagn í gær og vorum í klukkutíma lengur en ætluðum og tókum upp á því að fara í hengimann.
Við misstum okkur í stafagleðinni og ég emjaði úr hlátri þegar ég komst loksins að ' enska' orðinu hennar Katerínu... Superkalafragelisticexpialidosis....

Dædíræridædíríræ...
Mary Poppins kveður.

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú ert algert æðiæðiæði og ég dáist alltaf af þér og frumleika þínum!
Erum við að tala um geggjaða mynd eða hvað! þú ert náttlega aaaalveg fædd í að vera módel og er sko allt annað en venjuleg!
Ég sakna þín svo rosalega mikið! er að spá í að senda Bill Gates mail um að mig vanti peningastyrk til að fara í heimsókn til fallegu vinkonu hennar og gera góðverk þar:) hvernig lýst þér á það!?

LUV U LUV U LONG TIME!!

12:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert svo fyndin! Ohh... ég sakna þín gullkona.... fallegar fallegar hugsanir til þín!

1:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

SNILLDAR MYND EÐA HVAÐ?!?!?! Af hverju ertu ekki löngu orðin módel...kannski verðuru næsta "greece next top model"...hehe:o)
Halltu áfram að skrifa og skrifa...það er svo gaman að lesa bloggið þitt.

Kossar og knús frá okkur til þín...Auður og Benjamín:o*

4:56 PM  
Blogger RaRa said...

ji krúttið þitt! nú verð ég bara að redda mér móneii og kíkja í heimsókn við tækifæri.. sendi þér email sætust!
ást og ást
RAGGA R

2:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

ó men hvað þú ert hot á þessari mynd:):)
alltaf jfn flott sama hvernig þú ert :):)

æði æði

sakní sakn

kv Tinna

1:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert Hasarkroppur Anna Birta:) kv.Þín Ester á ísó.

7:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæhæ skvísa!
Eg rakst á síðuna þína í gegnum aðra mér til mikillar gleði!;) Gaaman að geta fylgst með þér í Grikklandinu sé að þú hefur sko nóóóg að gera... kemur ekki á óvart!:) og by the way myndin er náttla bara flott! Greinilega ofurmódel þarna á ferðinni!
Nú verðum við að vera í meira sambandi þetta gengur ekki;)
Hafðu það rosa gott elsku frænka! =)
Kv Valborg (Vala)
(getur kíkt á síðuna hjá litlu skvísunni ef þú vilt það er barnalnd.is/barn/44374) ;) lykilorðið er arnarfell!

7:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta,
datt inn á síðuna þína alveg óvart.
It´s been a long long long time no see !! en hver veit nema að næsta skipti verði bara í Grikklandinu því ég verð skiptinemi í Athens University of Buisness and Economics eftir áramót. Kem út í byrjun febrúar og skólinn er búinn einhvern tímann í júní.
Væri nú snilld að hittast og rifja upp gamla tíma.. heilmikið vatn runnið til sjávar frá sveittum partýum í kúluhúsinu þar sem þér var skutlað heim í miðju partý til að leggjast undir sæng í 10 mín og beðið þangað til þú læddist út aftur ;D GOOD TIMES GOOD TIMES!

en kossar og knús af klakanum góða,
Gyða Borg

10:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Que foto mais linda!!
Voce é um modelo al natural ;)
Estou agora na Honduras..
Estou com muitas saudades de voce!! Espero que voce esta muito bem e que voce esta feliz!
Mil beijos e abracos para voce minha linda :*:*

4:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Shallalalala... Sæta sæta. Mikið ertu alltaf falleg Anna mín. Gaman að kíkja á síðuna þína og gott að hún er komin í gagnið aftur. Ohh hvað ég öfunda þig að byrja í nýjum skóla. Þetta er sko eitthvað sem á við þig;) Gangi þér óge vel og ég hlakka til að fylgjast með þér hér á síðunni. Þúsund kossar og kveðjur frá Danmörku. Sunneva Sigurðardóttir

5:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hey... ég vil frá fréttir NÚNA !!!!

3:17 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home