Xappí njú jíar!
Gleðilegt ár!
Ég er viss um að 2008 verði einstaklega gleðilegt og hamingjuríkt ár fyrir mig, hefur gengið annsi vel síðustu þrjá daga. Ég sendi alheimsblessun til allra og blæs glimmeri með sem að inniheldur vítamín, gleði, flugmátt og góðan galdramátt.
Þann 23. áttum við grúppan mín fyrsta live-ið okkar á stað sem heitir Tiki bar..
Það var með öllu hræðilegt! Sem er frekar fyndið, hljóðbúnaðurinn sem við fengum frá staðnum var bilaður og ekkert heyrðist í mér .Ég stóð fyrir framan fullan sal af fólki og mæmaði og var eldrauð að innan af reiði og skömm og hélt það út í 40 min.Ég hafði fundið á mér að eh myndi ekki ganga sem skildi og bauð engum sem ég þekki á þennan fögnuð!
Eftir annsi þunga sorg og skelfingu í svona 23 mín eftir mæmið, pantaði ég mér cosmopolitan og dansaði mig aftur inn í kæruleysis þoku þorláksmessunar og ákvað að vera tignarleg í þögninni.
Ég átti ágætis jól. Það er ekkert haldið svo mikið utan um jólim hérna, aðal veislan er um páskana.Myrsini frænka gifti sig þann 28. ÞAð var mjög gleðilegt . Þann 30 bauð ég foreldrum hans Nikitasar, littla drengnum sem að ég ensku-passa í versta mat í heimi.
Ég var svo svakalega stressuð að ég gleymdi að setja salt í bollurnar sem ég bakaði, ruglaðist á hveiti tegundum og í stað þess að kaupa spelt keypti ég eh maís vibba sem að gerðu bolurnar en furðulegri og svo brendust þær þar að auki! Ó já!
Ég hafði husað mér að gera einstaklega heimsborgaralegan pasta rétt sem að varð að hryllilegri mauk kássu og í stress kastinu mínu missti ég lokið af piparumbuðunum oní og trilljón svört piparkorn dýfðu sér með tilhlökkun yfir réttinn minn og gáfu rettinum ótígulegan lit.
Mín náði samt sem áður að leggja fallega á borð og láta þetta lýta sómasamlega út en eftir fyrsta bitann þegar Nikitas horfði á mig með skelfingu og sagði ,,Vatn! Vatn!'', þá var mikið hlegið og lítið borðað nema gómsætann eftirrétt sem var keyptur í búð.
Þann 31sta hélt pabbi ,,partý'' fyrir miðaldra fólk og ég næstum engdist af leiðindum en reyndi að gera það besta úr öllu. Fór á smá pöbba rölt og dansaði í rauðum kjól við sjálfa mig og lét mig dreyma um glæsta framtíð.
Annars er þetta helst í fréttum.
Ég er að fylla inn umsókn fyrir leiklistarskóla í Bretlandi fyrir næsta vetur og ef allt gengur vel fer ég í áheyrnarprufur í Apríl.
Ég mun hefja jógakennara námið mitt í febrúar og útskrifast í lok maí þaðan og úr Háskólanum.
Ég sakna fjölskyldu og vina og er byrjuð að vinna aftur sem gengilbeina til að geta komið sem fyrst í heimsókn og knúserí.
Ég verð að segja frá því að ég er ekki enn búin að senda jólakortin !
Sendi því nýárs kort bráðlega.
PS
Keypti þessa gulu hanska til þess að draga fram húsmóðurhæfileika sem virðast ekki hafa skilað sér enn sem komið er..
Takk fyrir yndisleg komment frá öllum, vonast til að fá fleiri!
10 Comments:
Hey baby!
Takk fyrir strákinn...mamma þín kom við hjá mér með pakka áður en hún brunaði burt úr bænum og ég rétt náði að smella á hana einum:o)
Hefði svo viljað kíkja á hana í "kaffi" en það verður bara að bíða betri tíma.
Líst vel á að þú farir að safna þér smá aur til að kíkja í heimsókn...bara eins gott að ég verði heima þegar þú kemur...eitthvað svo týbískt að ég væri það ekki.
En allavegana hafðu það nú sem allra best á þessu glænýja ári og gangi þér vel á næsta "giggi". Og no worries, ef allt gekk á afturfótunum síðast, þá getur það ekki annað en gengið betur næst;o)
Risastór rembingskoss á þig frá okkur...:o*
Kv. Auður og co.
P.s. Hey...svo viljum við líka fá kveðjur á síðuna hans Michaels...;o)
gleðilegt ár snúlla! alltaf gaman að lesa hvað þú ert að bralla! love you always! kossar og knús frá gleðinni í garðabænum. og ps. mín að byrja í förðunarfræði og gera allt sem í mínu valdi stendur til að byrja í viðskiptafræði í haust! ;) víí
RAGGAN
Elsku fallega kona með gull í hjarta!
Væri alveg til í að geta skellt á þig jóla og nýárskossi í persónu. Geri það bara þegar ég kem með Katerinu til Grikklands. Ójá það er á planinu. Ég get, ætla skal.
Þá mættiru alveg elda ofaní mig hræðilegan pastarétt og stórfurðulegar bollur.
Kossar, knús, ást og friður.
Gleðilegt nýtt ár elskan!
Megi það nýja verða þér gæfuríkt, sneisafullt af hamingju og gleði, ást og kærleika.
Sakna þín alveg hrikalega mikið!
Þúsund kossar og knús :*:*
Beijosss..
hæ elsku hjartans ..
takk fyrir afmæliskveðjuna =) var að fá hana áðan !! Væri sko alveg til í að hafa þig hérna heima og gera eitthvað skemmtilegt með þér ... mig vantar að leika við þig! Hafðu það sem allra allra best úti elskan mín, lýst vel á leiklistarnámið þitt í bretlandi.
Þúsund kossar og knús
Ester Ósk
Gleðilegt nýtt ár elskan...
Já, ég er sko viss um að það verði gleðilegt fyrir þig! :)
Ég þarf að fara að skrifa til þín e-mail þegar andinn kemur yfir mig, þarf að segja þér svolítið....
En hvað er annars síminn hjá þér úti?
Kyss og knús
Rakel
Elsku Anna Birta!
Gleðilegt nýtt fabjúlús ár:*
Veit það mun boða glimmer, háa hæla og rauðan varalit fyrir þig :)
Brynja Huld í París
Gleðilegt nýtt ár sæta ;*
kv. Gyða Borg
Hæ fallegust. Á ekkert að fara að segja manni fréttir.. farðu nú að koma til okkar:) stefnum á páskana er það ekki;)kv.Ester St.
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home