Monday, April 16, 2007



Hamingja -loksins!
Átti tvær yndislegar vikur í sólinni í Aþenu.
Jóga og sköpun alla daga. Hlustaði á Leonard Cohen , Joni Mitchell, Joan Beaz og fl. djúsi plötur.
Náði að slaka og finna birtuna mína aftur.
Útskrifast 26. maí og þyrfti að drífa mig í að tækla bílprófið..hefur setið á hakanum annsi lengi.

Í fréttum er þetta helst;
Hef yfirgefið þreytta ljóskuýmind og gekk inn í dökkhærðu-deildina þar sem miðjarðarhafs eðlið fær að njóta sín.
Brjálaður gospel fílingur í kroppnum. Líður alveg eins og þessari góðu konu.

P.s
Hitti mömmu John Legend á flugvellinum í Aþenu, svona byrjaði samtalið..
"Hún: Great coat! ÉG: Great hair! VIð: Bestu vinkonur.
Hún sagði mér hver John Legend væri, ég fékk að sjá smábarnamyndir og nýjustu fjölskyldu myndina á Grammy verðlaunahátíðinni. Fékk að vita hvað Oprah væri yndisleg manneskja bak við myndavélarnar og að Martha Stewart væri ekki svo slæm eftir allt saman.
Við kvöddumst með faðmlagi og guðsblessunum.
Súrt en sætt.