Wednesday, May 30, 2007










Hjartað og bris uppfull af hamingju og mikilmennskubrjálaði.


Útskrifuð, södd og sæl . Nú get ég loksins farið að einbeita mér að draumnum, að verða húsmóðir... tek mig vel út með könnuna;)! Nei djók.. næsta stopp er þjóðleikhúsið í Aþenu og vonandi alheimsyfirráð.
María og Ester Ósk vinkonur keyrðu frá stórborginni til að vera hjá mér yfir helgina og allir tóku þátt í því að gera þennan dag ógleymanlegan. Mamma, Hermann og amma héldu utan um ædislega veislu í Tungötunni og tókst hún með mestum ágætum.


Ég söng smá bossanova í útskriftinni og fékk verðlaun!


Er komin með geggjaða vinnu , mun sjá um Græna hópinn í vinnuskólanum .
Fæ að halda utan um saklausa unglinga og spilla þeim með umhverfisvitund minni og sköpun.
Var næstum búin að dansa af mér útlimina og er að tjásla mér saman eftir viðburði helgarinnar.

*Takk Kristín gullkona fyrir að klippa mig, Ester super díva fyrir nærveru , Ester Ósk fyrir að koma þér vestur og vera einstök í háhæluðu deildinni og María fyrir afró dans og ofurkropps gleði. Lísbet ástkona fyrir allt, Rakel fyrir natni. Auður fyrir Mikael og ljúfleika, Eygló fyrir að massa þetta og öskra með mér á tröppum MÍ. Þið eruð einstakar. Svo Þúsund þakkir fyrir allt frá öllum.
Sendi alheimshamingjuóskir til allra nýstúdenta og reyni nú að komast aftur á jörðina.




Abs