Wednesday, October 22, 2008

















Leikur í lífi Önnu B!

Þvílík hamingja, hjartað hamast ótt og títt og ég veit varla af því að það er liðinn mánuður síðan ég kom hingað út.
Sólin skín og það er um tuttugu stiga hiti daglega.
Ég eyddi fyrstu vikunum í leti og naut þess að vera með Nikitu, nýjasta fjölskyldu meðliminum hér syðra ásamt Myrsini, Ilíasi , pabba og co.
Við busluðum í sjónum, fórum á REM tónleika með 50.000 manns, drukkum vín eins og vatn og dönsuðum ótt við takt vínsguðsins Dionysis.

Svo hófst skólinn!
Fyrsta daginn var vígsla skólans, þá kom meðal annars eitt stykki alminnilegur grískur prestur ásamt svörtu klæðum sínum, með hvíta hárið sitt tekið aftur í tagl og reykelsi og alheimsblessaði skólann okkar með frammúrskarandi söngli á forngrísku.
Þegar það var afstaðið hófu kennarar og skólastjóri mál sitt og fóru með ljóð.
Því næst voru útskrifaðir nemendur síðasta árs.Ég fór síðan heim ilmandi með hreina sál.

Það eru tuttugu ólíkir kennarar sem kenna okkur leiklist, söng og tónlist, skylmingar, rétt málfar, ballet, nútíma dans, sögu leiklistar, tragóðiu, spuna, sviðsetningu, förðun og margt fleira..klukkan er rúmlega tvö að nóttu og ég get varla hugsað skýrt.
Kennararnir reykja flest allir í tíma, þó nokkrir hafa lært erlendis og enn aðrir eru frægar sjónvarpsstjörnur og leikstjórar.
Uppáhalds kennarinn minn hingað til er þó Dimitri Ívanoff! Hann er 65 ára fyrrum ballet stjarna og spilar með hinu liðinu. Hann er með gervihár sem stendur mis vel út úr derhúfunni sem hann er ávallt með á höfði sér og með glampandi hvítar gervitennur sem geisla er hann opnar munninn.
Dimitri hefur sett þessa líka fínu mynd frá fyrri helmingi síðustu aldar sviðna og svarthvíta fyrir ofan speglana sem prýða danssalinn þar sem hann sést svífandi í loftinu í nýþröngum sokkabuxum og með alvöru hár.
Hann fær mikið út úr því að spegla sig og blikkar okkur í speglinum þegar hann dansar kabarett.
Ballet kennarinn okkar er hin fima og fágaða Elena frá Úkraínu, hún er fínleg og fögur og dansar og skammar okkur af hörku og aga þess sem hefur dansað frá barnsaldri.
Herra Ritsos er um sjötugt og er bróður hins virta og fræga ljóðskálds Yiannis Ritsos, hann kennir okkur tragoðíu og hefur að bakki fjörutíu ára feril í leikhúsi. Hann sagðu okkur einnig frá því að hann væri með krabbamein í lungunum og ætti skammt ólifað.
Þar fór Anna B næstum að gráta. Í skólanum er ég kölluð Anna Lionaraki og er ég einstaka sinnum Anna Mpirta´.
Kennararnir eru allir einstakir og sterkir karakterar og allir vilja kenna okkur sínar eigin leiðir og vegi að velgengni.Þó svo allir reyndu að sannfæra okkur um að leiklist væri hræðilegt val og að fæst okkar myndum finna vinnu í framtíðinni.
Myrto Pipsini lærði í Bretlandi er lítil og ljóshærð og er fræg fyrir að hafa leikið í dramatískri sápuóperu í kringum ´90. Þar sem hún grét daglega í þrjú ár.
Við byrjum hennar tíma á að horfast í augu eða dansa í hljóði.
Phillipos Sofianos er einn af mjög virtum leikurum Grikkja og er hann magnaður!
Það má heyra saumnál detta í tímunum hjá honum, svo mikill er áhuginn og virðinginn og fimi hans í að beita röddinni. Þessi maður er einnig augnakonfekt og gleður okkur dömurnar með áru sinni.
Krakkarnir eru frábærir, við erum 25 stykki og á aldrinum 19 til 38 ára.
Þó erum við flest í kringum 25.
Við höldum iðulega partý og og kyssum öll hvort annað þegar við hittumst á báðar kinnar að grískum sið.
Það er mikið heimanám og ég les upphátt ein heima og úti í skógi til að bæta tjáningu og lesturinn yfirleitt. Mið dreymir grískt letur og ég get varla sofnað af spenningi og ofur hamingju. En þetta er erfitt og ég finn stundum fyrir vanmætti mínum þar sem orðaforði minn nær ekki yfir í forn grískuna sem er stundum tekin fyrir.
Jæja klukkan er að nálgast þrjú og ég þarf að byrja á ritgerð..

Annars virðast allir þekkja littla Ísland í kreppunni og evran étur upp námsláns krónurnar mínar!BEEEEEEEP.
Við Ilías erum ofsalega glöð með lífið og tilveruna og pabbi ætlar í megrun.
Ég elska sushi og ég fer að sjá um littlu Nikitu næstu mánuði sem er fimm mánaða og finnst bara eðlilegt að láta henda sér upp í loft í tíma og ótíma og sofna hangandi í barnarólu.

Ég sendi alla mína ást og gleði til ykkar sem lesa og vona að þið komið eh að heimsækja mig.
Respectus.

Tuesday, April 01, 2008








Undanfarna mánuði hef ég unnið með stórum og littlum grískum plast mömmu dreng*mönnum sem eiga bari og sveifla bringuhárum með reisn.
Þessi sérkennilegi kynstofn er úrkynjun afkvæma Ken og Barbie.Blessuð sé minning þeirra.
Þessir menn eiga það allt sameiginlegt að vera rúmlega þrítugir, trúa því að menn séu æðri konum, að þeir meigi skipa starfsfólki sínu fyirir og síðast en ekki síst að mæður þeirra sé heilagar Maríur og í þeirra heima himnaríki búa þeir.

Þessir menn eru ekki vinir mínir.Innri feminísti sjálfs míns hefur vaxið hratt og hljótt og ég er farin að lýta niður á alla þessa menn hérna syðra fyrir vikið.
Jafnrétti kynjanna er annsi neðarlega á dagskrá og mun eflaust sitja á hakanum næstu árin, jafnvel áratuga.
Hvers vegna? Vegna þess að konurnar hér eru ekkert skárri.
Þær elska að vera húsmæður sem að lúta eiginmönum sínum.
Elska flaxandi bringuhár og skipanir.
Ojsen poísen.

En, hey....Anna Birta hefur ekki sofið í tvo sólarhringa vegna þess að hún er að koma heim!!!
Ganggangangagang!!
Ó, já. Grikkland out, Ísland inn.

PS.Eftir að ég hætti með reisn á gleðiríkjandi kaffihúsa barnum með hnefa í lofti og vikingagen, kvaddi ég Ken menn. Eini harmurinn var sá að ég varð að kveðja hálf geðveikan viðskiptavin sem færði mér eitt súkkulaði á dag í 3 mánuði.
Það vóg aðeins á vogaskálirnar bæði gagnvart karlmanns hatri og sívaxandi þrýstnum þjóðhnöppum gengilbeinurnar.

See you soon...turiloori loo....

Sunday, February 24, 2008


Whaaaaaaaaaat uuuuuuuppp?
AB´s back from da hooood.

Febrúar var ekki alveg mánuðurinn. Ó nei, myndavélinni minni var stolið, ég bætti á mig nokkrum kílóum og ég var bitinn af hundi!

Ó, já! Ég hef alltaf fundið innra með mér eh vonda hundatilfiningu, eins sætir og heimskulegir þeir líta stundum út þá hef ég alltaf haft varann á bak við tjöldin.Ég hef eflaust verið drepin af hundi í fyrra lífi eða ég hef drepið hunda í öðrum lífum. Það er eh bak við þessa tilfiningu.. og hún fékk staðfestingu fyrir viku síðan.
Ég gekk frá húsinu mínu í flatbotnuðum skóm, í ullarsokkum (það snjóaði og í 3 daga, öllum skólum var lokað og það var ekki talað um annað í sjónvarpinu, ath mikil geðshræring ..sem er mjög fyndið..algjör upplausn í landinu) flautandi með þokkalega hamingju í hjartanu og fulla trú á kærleikann í alheiminum, bæði á mönnum og dýrum .
En það varaði ekki lengi, ég gekk 100 metra þegar hrein ilska byrjaði að gelta á mig og ég sé tvo ótrúlega ljóta hunda (ath ég er bitur þeir voru ekki svo ljótir en ég vil að þið skiljið mig) nálgast.
Ég hugsaði innra með mér ..ok ekki horfa á þá .. vertu kúl andaðu inn og út (þetta venjulega;) og ekki láta þá vita hvað þú ert fokking (afsakið orðbragðið) hrædd.
Ég byrja að ganga aðeins hraðar og reyni að láta eins lítið á mér bera og mögulegt er. En það var ekki nóg..þeir öskra og gelta og helv. forsprakinn kemur skuggalega nálægt mér og hjartað á mér fer að slá hraðar og ennþá nær og mér til einstakrar undrunar bítur mig í kálfann!!!
Tennur og læti. Ég varð svo hissa að ég hætti að vera hrædd og hin prúða dama sem gengur um í háum hælum og krossleggur fæturnar þegar hún situr og man að þakka fyrir sig og smjattar ekki þegar hún borðar vék fyrir hinni ósiðuðu og vondu konu sem býr í reiðinni minni sem ég hleypi aðeins út á hlaupabrettinu. Ég öskraði og ósvífnaðist eins frjálslega og þeir sem sæta eílifðarfangelsisdóma og berjast alla daga fyrir tilveru sinni í fangalefum. 'Eg sparkaði höndum og fótum eins og geðveik tuskudúkka og hræddi hundskvikindin þó nokkuð og nokkra saklausa vegfarendur líka.
Ég fékk tannför og læti og er búin að vera með fjólublágrængula marbletti á hægri kálfanum.
Ég þarf einnig að taka sýklalyf í 10 daga.
Já það er ekki bara alsæla hér.
Hér eftir mun ég aldrei ginnast í hundaklapp eða í þess háttar sódómu.

En yfir í þetta....

Ég er búin að senda umsókn í einn virtasta leiklistarskóla (LAMDA) í Bretlandi og er í því að læra mónólóga. Ég stend fyrir framan spegilinn og reyni að finna miðaldra þeldökka konu sem að býr í Missisippi og er háð heróíni, finna dimmuna sem fékk Virginiu Wolf til að drekkja sér og lifa mig inn í Söru sem að var óánægð með barnið sem hún ætleiddi.
Er að reyna finna breska hreiminn aftur er orðinn hallærislega amerísk-ish í tali.
Svo verður Shakespeare tekinn í næstu viku..yeah baby.

Hér tekur allt endalausan tíma. Grikkir eeeeeeeelska að búa til vesen og að flækja hlutina.
Eftir sjö mánaða dvöl mína hér hefur rómantíkin aðeins fölnað og ég sé ekki allt í rósrauðum blæ og heyri ekki tónlist í kring um mig eins og í bíómyndum.
Það tók mig td þrjá tíma til að senda umsóknina. Fyrst stóð ég í röð í hálf tíma inn í banka til að skipta evrum í pund.
'Eg fékk þá að vita eftir að hann(brjálæðislega lífsglaði banka starfsmaðurinn..not!) var búin að telja pundinn og evrurnar að ég gæti ekki fengið peninginn því ég væri ékki með skilríki..voooottt???!!!!

Þá gekk mín yfir hóla og hæðir og fann peningaskipti torg og fékk pundinn.
Síðan gekk ég inní póst heima. Póstur HELLAS.
'EG tók númer beið í 30 mín og bað um umslag...nei því miður þú getur ekki fengið umslag hér farðu að borði no 2. Ok ég þangað. Hún átti eitt umslag sem var extra extra large.
'Eg er nokkuð viss um það að umsóknin mín mun ekki fara fram hjá neinum! ! Svo vildi ég fá að senda bréfið með FED EX.
'Eg tók númer beið í 30 mín og fékk að vita frá sömu konu að ég þyrfti aftur að fara að borði no. 2...aaaaarrrrgghhh! Ok ég fór með falskt bros að borði no 2 og fékk að vita að það myndi kosta mig 4 þúsund kall að senda með fed ex...Up yours hugsaði ég með ó björtum tónum og tók annað númer og fékk þá loksins eftir 30 mín bið að senda x x x large umsóknina mína í póst.

Ég biðst innilegrar afsökunar á þessari heldur reiðri færslu en mér til varnar þá er hundaslefið ennþá dansandi í blóðstreyminu og munið, þetta var ekki glaður hundur.
Ég lofa hér með æðruleysi og fegurð í næstu færslu ásamt friði og gleði.


LÖÖÖÖÖ HÖÖÖÖV frá AB, baby.

Tuesday, January 22, 2008


Ég er inn og út úr tilvistarkreppu félaginu þessa janúar daga.
Stundum er ég í essinu mínu og valhoppa um Aþenu og faðma tré á víðavangi.
Stundum er ég með krumpað enni í littlum kaffihúsum að reyna að skilgreina lífið og hvort ég sé á réttri braut. Mér finnst annsi taugatrekkjandi að verða 23, eftir 3 mánuði.
Langar að fara í inntökupróf í leiklistarskóla í Bretlandi en er frekar meðvituð og pínu skelkuð.
Svo finnst föður mínum prófessornum ég ekki sína nógu heilsteyptan áhuga á leikhúsi til að vilja verða leikkona.
Ég veit að ég á ekki að hlusta á svona murmur en samt sem áður skríða svona athugasemdir inn undir hvíta húð með fæðingarbletti.
'Eg vinn þrjá daga vikunar á kaffihúsi sem heitir Barea, ég fæ 3,500 kr fyrir 8 tíma vinnu og fæ útborgað vikulega í seðlum!
Það er bara fínt, yndislegt fólk sem vinnur þarna og ég er 7 mín á leiðinni í vinnuna.
Háskólinn er bara ágætur, við erum stundum góðir vinir , suma daga þolum við ekki hvort annað.
Ég bíð nú spennt eftir fallega skreyttu persónulegu bréfi frá Lín fullt af gulli til þess að gera tilveru mína aðeins léttari.
'Eg fer tvisvar í viku til Meniði sem er tveggja tíma ferð framm og tilbaka til að sjá Nikitas littla og ensku-passa hann.
Það er orðið svoldið þreytandi, sérstaklega þegar fólk reynir að tala við mig á rússnesku.
Indverska tónlistin úr littlum vasaútvörpum farðþega made in India og skrikkjóttir vegir eru búin að missa sjarmann og ég ætla að segja upp næstu daga.

Grikkir halda upp á nafndaga, en haldið er upp á öll nöfn og vegna þess að engin nennir að muna afmælisdaga þá er oft haldið upp á sameiginlega nafndags gleði.
En það gerði einmitt faðir minn í síðustu viku ásamt tveimur vinkonum sínum.
Það komu 50 manns heim og mikið sungið, dansað og borðað.
Annars hef ég frá littlu að segja, ég vaknaði einn janúar morgunn við jarðskjálfta sem var 6.5 á rikkter og rúmið mitt dansaði frá veggnum og skelltist aftur. Ég hélt að dómsdagur væri runinn upp og óskaði þess að hafa hlustað á votta Jehóva.
En svo átttaði ég mig á því að ég væri ennþá ó dæmd kona langt frá hel.

Ég kveð að sinni, þarf að skutla mér í bað.
Ég sendi birtu og kossa.
Ég þakka fyrir skemmtileg komment frá yndislegum konum og afsaka sambandsleysi.

Óver and át.

PS er komin með myspace síðu.

www.myspace.com/annabirta

Thursday, January 03, 2008

Xappí njú jíar!






Gleðilegt ár!
Ég er viss um að 2008 verði einstaklega gleðilegt og hamingjuríkt ár fyrir mig, hefur gengið annsi vel síðustu þrjá daga. Ég sendi alheimsblessun til allra og blæs glimmeri með sem að inniheldur vítamín, gleði, flugmátt og góðan galdramátt.
Þann 23. áttum við grúppan mín fyrsta live-ið okkar á stað sem heitir Tiki bar..
Það var með öllu hræðilegt! Sem er frekar fyndið, hljóðbúnaðurinn sem við fengum frá staðnum var bilaður og ekkert heyrðist í mér .Ég stóð fyrir framan fullan sal af fólki og mæmaði og var eldrauð að innan af reiði og skömm og hélt það út í 40 min.Ég hafði fundið á mér að eh myndi ekki ganga sem skildi og bauð engum sem ég þekki á þennan fögnuð!
Eftir annsi þunga sorg og skelfingu í svona 23 mín eftir mæmið, pantaði ég mér cosmopolitan og dansaði mig aftur inn í kæruleysis þoku þorláksmessunar og ákvað að vera tignarleg í þögninni.
Ég átti ágætis jól. Það er ekkert haldið svo mikið utan um jólim hérna, aðal veislan er um páskana.Myrsini frænka gifti sig þann 28. ÞAð var mjög gleðilegt . Þann 30 bauð ég foreldrum hans Nikitasar, littla drengnum sem að ég ensku-passa í versta mat í heimi.
Ég var svo svakalega stressuð að ég gleymdi að setja salt í bollurnar sem ég bakaði, ruglaðist á hveiti tegundum og í stað þess að kaupa spelt keypti ég eh maís vibba sem að gerðu bolurnar en furðulegri og svo brendust þær þar að auki! Ó já!
Ég hafði husað mér að gera einstaklega heimsborgaralegan pasta rétt sem að varð að hryllilegri mauk kássu og í stress kastinu mínu missti ég lokið af piparumbuðunum oní og trilljón svört piparkorn dýfðu sér með tilhlökkun yfir réttinn minn og gáfu rettinum ótígulegan lit.
Mín náði samt sem áður að leggja fallega á borð og láta þetta lýta sómasamlega út en eftir fyrsta bitann þegar Nikitas horfði á mig með skelfingu og sagði ,,Vatn! Vatn!'', þá var mikið hlegið og lítið borðað nema gómsætann eftirrétt sem var keyptur í búð.

Þann 31sta hélt pabbi ,,partý'' fyrir miðaldra fólk og ég næstum engdist af leiðindum en reyndi að gera það besta úr öllu. Fór á smá pöbba rölt og dansaði í rauðum kjól við sjálfa mig og lét mig dreyma um glæsta framtíð.

Annars er þetta helst í fréttum.
Ég er að fylla inn umsókn fyrir leiklistarskóla í Bretlandi fyrir næsta vetur og ef allt gengur vel fer ég í áheyrnarprufur í Apríl.
Ég mun hefja jógakennara námið mitt í febrúar og útskrifast í lok maí þaðan og úr Háskólanum.
Ég sakna fjölskyldu og vina og er byrjuð að vinna aftur sem gengilbeina til að geta komið sem fyrst í heimsókn og knúserí.

Ég verð að segja frá því að ég er ekki enn búin að senda jólakortin !
Sendi því nýárs kort bráðlega.
PS
Keypti þessa gulu hanska til þess að draga fram húsmóðurhæfileika sem virðast ekki hafa skilað sér enn sem komið er..

Takk fyrir yndisleg komment frá öllum, vonast til að fá fleiri!

Tuesday, December 18, 2007


Piano eru svo falleg.
Ég er alltaf jafn heilluð af þeim. Ætla að gefa sjálfri mér í jólagjöf píanó tíma í janúar.
Dagarnir mínir fljúga áfram í söng og endurtekningu.
Við æfum alla daga og ég er næstum búin að fá ógeð af tónlistinni okkar.
Það líður að fyrsta gigginu okkar á n.k. sunnudag.
OMG. Vona að það gangi allt í haginn...

Ég ákvað að hætta að vera fúlisti og er aftur komin í glöðu deildina.
Þar eru allir hamingjusamir og skemmtilegir þar að auki.
Er búin að horfa þó nokkrum sinnum á The Secret myndina og ætla að taka alheiminn með trompi og bjó til Vision Driven Board !
Þa var mjög fyndið, ég sat og klippti út allt það sem mér fannst heillandi úr heimskulegum tímaritum og dútlaði og skreytti í anda leikskólabarna á trönur.
Nú er bara að bíða og sjá.
Gangangangang!
Annars sat ég og skrifaði jólabréf í dag og bið fólk sem að ég elska og elskar mig að örvænta ekki þið fáið sætar kveðjur bráðlega.

Sendi bjartar kveðjur úr væm heimum.


Saturday, December 15, 2007





Skrítið líf í Grikklandi.

Myrsini frænka sem er með kúlu og komin 4. mánuði á leið ætlaði að giftast unnusta sínum þann 27 des næstkomandi.
Það skyldi vera borgaraleg athöfn og 52 ættingjar Vangelisar frá littla þorpinu hans ætluðu að koma og halda uppi stuðinu.
Verð að geta þess að þegar Myrsini sem er með mastersgráðu og menntuð í Frakklandi fór í fyrsta sinn til þorpsins var mikilvægasta spurningin hvort hún kynni að elda og hvort hún væri ekki örugglega sómasamleg húsmóðir!
En já hinn ekki svo sjarmerandi Vangelis hætti við brúðkaupið fyrir 3 dögum og hringdi í alla vini og ættingja og aflýsti fögnuðinum.
Hvað varð um herramensku????!!!! ÉG átti ekki eitt einasta orð, þau eru búin að vera saman í tvö ár, eiga von á barni, pabbi Myrsiniar var að deyja og þú hættir við?
Einn dagur leið í sljóleika og síðan hætti Vangelis við að hætta við og hringdi í alla vini og ættingja og lét vita að brúðkaupið væri aftur á dagskrá!
Vá, ég er ekki alveg að ná þessu.

Annars vildi ég láta vita af indversku vinum mínum sem sitja við hliðina á mér í strætó og hlusta á indverska Bollywood tónlist og raula með littla vasaútvarpinu sínu.
Einnig varð ég fyrir þeirri ógleði að dauða drukkinn miðaldra rússi andaði niður hálfsmálið mitt og talaði (án djóks) við mig á rússnesku í hálftíma og úðaði ferskum viskí andardrætti á mitt kurteisa andlit.

AnnaB í gleði snauða landinu.

Ps Komment gleðja mig!!