Wednesday, September 19, 2007











Herra Hvítlaukur!


Anna Birta er ennþá til, hún andar þegar hún vaknar og líka þegar hún sefur.
Anna Birta veit að vinir hennar eru ekki ánægðir með blogg eða sambands-leysi hennar, enn nú hefur hún ákveðið að vera aftur samviskusöm og skynsöm ung stúlka sem að heldur dagbók og þá veit hún að allir í skóginum verða þá aftur vinir!

Það hefur margt drifið á daga hinnar ungu og ævintýra-þyrstu söguhetju okkar.
Hún lagði af stað staðráðin í að sigra heiminn með stolnum rauðum lakk skóm úr Lísu í Undralandi , með blik í augum , allt of mikla yfirvigt og allt of aflitað hár (eftir að hún þreyttist á dökkhærðum dögum sumarsins og ákvað í því snarasta að breyta til í ljósari og jafnframt léttari tilveru með meiru).
Mín var rösk þegar ég fór ásamt Dóra dáta (ástmanni systur minnar) á Leifstöð með næstum hundrað töskur á leið til Danmerkur og síðar meir til Grikklandsins góða .
Við Dóri áttum ekkert of góðu að fagna á leið til Danmerkur né þaðan, þegar kom að því að tékka inn næstum hundrað töskunum.. En þá kom Visa Ísland (endurtekið gráthljóð með ekka) til bjargar og við flugum næstum því sæl yfir landamærin.

Ég hef alltaf verið svoldið skotin í Danmörku og líka dönum en þeir ekki svo skotnir í mér. Ævintýra sólahringurinn endaði með næstum matareitrun frá ekkert of kátum Kínverskum matsölustað og reiðum leigubílstjórum sem hentu reiðum peningum til baka í mig og dönsku hælsæri frá reyndar mjög flottum dönskum skóm.
En ég lifði það af sem og 4 stjörnu hótelið sem við splæstum á okkur sem okkur fannst hafa svikið okkur um endalausan lúxus ýmindunaraflsins.

Aþena tók okkur blíðum örmum og Dóri og Katerína flugu í fang hvors annars í anda rómantískra kvikmynda og ég sveif um flugvöllinn í sæluvímu ásamt næstum hundrað töskum, kát að vera komin heim.
Pabbi er samur við sig , ósköp góður við okkur sem og öll stórfjölskyldan.
Ég eyddi fyrsu vikunni í sundlauginni og að lesa Harry Potter , sem ég kvaddi með tárum í augnkrókunum.
Seinni vikuna mína fór ég á stefnumót við Aþenu og fann fallegan bar sem spilar fallegan djass og er í anda fimmta áratugarins. Ég og mínir fögru hælar heilluðum einn eigandann og var mér boðin vinna sem gengilbeinu hið snarasta sem og ég þáði.
Þriðju vikuna mína kveiknaði í Grikklandi og meðal annars í fjallinu Immitos sem er 400 m frá húsinu okkar og við sáum logana frá húsinu.
Eldurinn byrjaði að stefna að nágrenni okkar og voru logarnir dansandi 100 m frá heimili okkar.
Himininn varð grár og flugvélar komu æðandi með vatn á eldana.
Ég á rosalegar myndir af þessu öllu saman en á eftir að setja þær inn, það rigndi ösku og sólin hvarf.
Þetta var alveg hræðilegt, 66 manns létu lífið og eldurinn virtist óviðráðanlegur.
Grikkir lýstu yfir neyðarástandi í landinu og fólk var algjörlega ráðalaust þar sem að vindurinn réði ferð eldana og mikið var um vatnsskort . En sem betur fer gekk þetta yfir en skaðinn er hræðilegur.
Ég hafði hugsað mér þeta blogg eins og frétta skot og ætla því í næsta málefni, ekki að mér finnist eldarnir eh léttúðlegt mál .

*Já, ég vinn á bar sem heitir Suita.
Ég vinn þar tvisvar á viku 10 tíma í senn , í flötum skóm.
Þrír menn eiga barinn, Adam, Konstadínos og Díamantís, sem heitir því ótrúlega skemmtilega eftirnafni ,,Scorðos'' eða Hvítlaukur.
Hér er allt mjög gamaldags, t.d er bannað að borga með kortum. Við tökum aðeins við seðlum.
Ég er með ferðaveski fast framan á mér og tek við peningum og tipsum sem hafa orðið allt að 6,500 kr sem er annsi góður glaðningur í lok vaktarinnar.
En þá kemur einn af þremeningunum og tekur alla seðlana (sem við geymum , það er enginn kassi) og telur þá í samráði við pantanirnar sem við höfum skráð í littla blokk, og fer þannig yfir bókhaldið.
Síðan fáum við útborgað í umslögum, heimabanki hvað!
Þetta er mjög merkilegt skal ég segja ykkur!
Hr HVítlaukur drekkur meðal annars alltaf eitt mjólkurglas þegar hann telur peninginn.

Ég missti kjarkinn að sækja um í þóðleikhúsinu. Grískan mín þurfti að vera betri , ég var ekki nógu undirbúin og ég var ekki nógu viss um sjálfa mig.En ég hef ekki gefist upp, spurning er að kíkja til Bretlands í Apríl og þreyta nokkur próf sem og hér.. TO BE CONT.

Síðan var ég löngu búin að ákveða það að fara í Háskólann í Aþenu og læra Grísku .
Við faðir minn vorum búin að fara yfir öll umsóknareyðublöð og allt til komið nema student visað, nemenda leyfið frá yfirvöldum.
En þegar kom til að fá það var okkur tilkynnt að til að fá stúdent visað yrði ég að hafa lært áður í háskólanum , en háskólinn leyfir engum að komast inn nema með visað.
Fokkíng bjúrokkrasí!

Þannig að nú sit ég í hvirfilbili sjálfs míns og reyni að finna þögn í eh tómi til að hugsa.
Gaurarnir í hljómsvetinni eru á eh miðaldrar flippi og ég er a reyna finna eh að gera þangað til djass söngskólinn minn byrjar eftir 2 vikur og þeir þroskist.
Ég er líka orðin skotin í Cosmopolitan coctailum, grísku eðal snakki og suðuramerískum sápuóperum sem eru talsettar á Grísku.. Ekkert svo sniðugt.
En þá er tími kominn til að kveðja og klífa upp í hjónarúmið sem við Katerína sofum saman í (við erum svo sætar) og tala upp úr svefni.

Ég sendi ást til ykkar allra, fallegustu konur í heimi sem ég þekki og þið vitið hverjar þið eruð.

Ég sakna ykkar, ótrúlega mikið.

Ef eh skildi missa sig í nostalgíjunni þá er síminn minn..

00306945927233 og
Heima 00302106510424
CAll ME ú ah ú ah Abs xxx