Sunday, October 07, 2007
Halló, halló halló!

Fullt af gleði fréttum..
Mamma mín og vinkonur hennar eru ótrúlegar ofurkonur og ég er mikið stolt af þeim.
Þær eru staddar í New York og voru að ganga 68 km til styrktar krabbameinsveikum konum á vegum Avon. Þú ert best, þúsund kossar og styrkur til þín.

Ég byrja í háskólanum á föstudaginn, gleði, gleði. Búin að fá skírteinið og allt!
Byrja í djass söng og píanó læri lær á morgun og er mikið spennt.
Mér finnst hversdagslíf erfitt.
Kannski af því að ég er naut með rísandi sól eða af því að ég er búin að horfa á of margar kvikmyndir eða af því að ég bjó í littlum bæ út á landi þar sem að dagarnir oftar en ekki runnu saman í einn .
Jæja hver sem ástæðan er virðist ég ekki vera í vandræðum með að rokka upp tilveru mína.
Fyrir tveimur árum var ég á eyju sem heitir Kea með vinum og vandamönnum.
Ég gisti í 200 ára gömlu hestahúsi í hjarta eyjunnar umvafin trjám, engisprettum, rauðum blæubíl og allskonar furðufuglum.
Ég málaði mikið á trönur og missti mig innan þjáða listamannseðlisins sem býr í olboganum mínum og lætur vita af sér við og við.
Nema hvað vinkona frænku minnar( Myrsini )kom og heimsótti okkur og varð svona líka skotin í einu af súrrealísku verkunum mínum og spurði hvort hún gæti ekki keypt það af mér.
Hún er stílisti og við ákvaðum að eh skildi hún hjálpa mér að stilla mér upp í eh framtíðar fyrirsætu myndaþætti og hún tók verkið í staðinn.

Það stendur þannig á hjá mér að ég er blankur námsmaður.
Ég sendi mánaðalega væna summu til Vísa stórveldisins og horfi síðan sorgmæddum augum inn í stóra, djúpa, tóma seðlaveskið mitt og dæsi.
Ég ákvað því að taka í taumana á þessum blankheitum mínum og vitið menn, neyðin kennir naktri konu að spinna.
Ég bað Vangelis, kærasta Myrsiniar að taka nokkrar myndir af mér í von um að koma mér í eh hugsanlegt verkefni.
Það vantar alltaf eh venjulegt fólk í auglýsingar og æ.. ég get nú varla tapað á þessu, hugsa ég.
Eleferia, stílistinn hjálpaði okkur að gera ólíkar myndir og ég var máluð eins og rokkari, 70´s chic, ballerína og sem nokkuð þunglynd kona sem bjó í stigagangi og drakk mjólk.
Klædd í latex búning og túberað á mér hárið.
Þegar kjánahrollurinn var í hámarki innra með mér og ég hélt að ekkert gæti toppað hallærisleikan var mín látin þykjast spila á rafmagnsgítar!
Þetta var pínlegt en samt fáranlega gaman. Alltaf gott að brjóta upp normið!
Nema hvað ég fékk fullt af flottum myndum og falska fyrirsætu öryggiskennd og hringdi í auglýsingu úr Athens News fyrir Ítalskan vörulista.
Við Katerína fórum saman í gær að hitta fólkið sem stóð fyrir þessu og vitið menn við vorum beðnar að taka þátt og fáum væna summu af seðlum fyrir að klæðast venjulegum kjólum og segja sís.
Annars er ég að fara vinna síðustu kvöldvaktina mína á barnum í kvöld og er að reyna að koma mér úr þessum stól og í sturtu.
Bless, bless, blessi ,bless.

Við Katerína tokum vitlausan sporvagn í gær og vorum í klukkutíma lengur en ætluðum og tókum upp á því að fara í hengimann.
Við misstum okkur í stafagleðinni og ég emjaði úr hlátri þegar ég komst loksins að ' enska' orðinu hennar Katerínu... Superkalafragelisticexpialidosis....

Dædíræridædíríræ...
Mary Poppins kveður.