Saturday, December 15, 2007

Skrítið líf í Grikklandi.

Myrsini frænka sem er með kúlu og komin 4. mánuði á leið ætlaði að giftast unnusta sínum þann 27 des næstkomandi.
Það skyldi vera borgaraleg athöfn og 52 ættingjar Vangelisar frá littla þorpinu hans ætluðu að koma og halda uppi stuðinu.
Verð að geta þess að þegar Myrsini sem er með mastersgráðu og menntuð í Frakklandi fór í fyrsta sinn til þorpsins var mikilvægasta spurningin hvort hún kynni að elda og hvort hún væri ekki örugglega sómasamleg húsmóðir!
En já hinn ekki svo sjarmerandi Vangelis hætti við brúðkaupið fyrir 3 dögum og hringdi í alla vini og ættingja og aflýsti fögnuðinum.
Hvað varð um herramensku????!!!! ÉG átti ekki eitt einasta orð, þau eru búin að vera saman í tvö ár, eiga von á barni, pabbi Myrsiniar var að deyja og þú hættir við?
Einn dagur leið í sljóleika og síðan hætti Vangelis við að hætta við og hringdi í alla vini og ættingja og lét vita að brúðkaupið væri aftur á dagskrá!
Vá, ég er ekki alveg að ná þessu.

Annars vildi ég láta vita af indversku vinum mínum sem sitja við hliðina á mér í strætó og hlusta á indverska Bollywood tónlist og raula með littla vasaútvarpinu sínu.
Einnig varð ég fyrir þeirri ógleði að dauða drukkinn miðaldra rússi andaði niður hálfsmálið mitt og talaði (án djóks) við mig á rússnesku í hálftíma og úðaði ferskum viskí andardrætti á mitt kurteisa andlit.

AnnaB í gleði snauða landinu.

Ps Komment gleðja mig!!