Tuesday, December 18, 2007


Piano eru svo falleg.
Ég er alltaf jafn heilluð af þeim. Ætla að gefa sjálfri mér í jólagjöf píanó tíma í janúar.
Dagarnir mínir fljúga áfram í söng og endurtekningu.
Við æfum alla daga og ég er næstum búin að fá ógeð af tónlistinni okkar.
Það líður að fyrsta gigginu okkar á n.k. sunnudag.
OMG. Vona að það gangi allt í haginn...

Ég ákvað að hætta að vera fúlisti og er aftur komin í glöðu deildina.
Þar eru allir hamingjusamir og skemmtilegir þar að auki.
Er búin að horfa þó nokkrum sinnum á The Secret myndina og ætla að taka alheiminn með trompi og bjó til Vision Driven Board !
Þa var mjög fyndið, ég sat og klippti út allt það sem mér fannst heillandi úr heimskulegum tímaritum og dútlaði og skreytti í anda leikskólabarna á trönur.
Nú er bara að bíða og sjá.
Gangangangang!
Annars sat ég og skrifaði jólabréf í dag og bið fólk sem að ég elska og elskar mig að örvænta ekki þið fáið sætar kveðjur bráðlega.

Sendi bjartar kveðjur úr væm heimum.