Tuesday, January 22, 2008


Ég er inn og út úr tilvistarkreppu félaginu þessa janúar daga.
Stundum er ég í essinu mínu og valhoppa um Aþenu og faðma tré á víðavangi.
Stundum er ég með krumpað enni í littlum kaffihúsum að reyna að skilgreina lífið og hvort ég sé á réttri braut. Mér finnst annsi taugatrekkjandi að verða 23, eftir 3 mánuði.
Langar að fara í inntökupróf í leiklistarskóla í Bretlandi en er frekar meðvituð og pínu skelkuð.
Svo finnst föður mínum prófessornum ég ekki sína nógu heilsteyptan áhuga á leikhúsi til að vilja verða leikkona.
Ég veit að ég á ekki að hlusta á svona murmur en samt sem áður skríða svona athugasemdir inn undir hvíta húð með fæðingarbletti.
'Eg vinn þrjá daga vikunar á kaffihúsi sem heitir Barea, ég fæ 3,500 kr fyrir 8 tíma vinnu og fæ útborgað vikulega í seðlum!
Það er bara fínt, yndislegt fólk sem vinnur þarna og ég er 7 mín á leiðinni í vinnuna.
Háskólinn er bara ágætur, við erum stundum góðir vinir , suma daga þolum við ekki hvort annað.
Ég bíð nú spennt eftir fallega skreyttu persónulegu bréfi frá Lín fullt af gulli til þess að gera tilveru mína aðeins léttari.
'Eg fer tvisvar í viku til Meniði sem er tveggja tíma ferð framm og tilbaka til að sjá Nikitas littla og ensku-passa hann.
Það er orðið svoldið þreytandi, sérstaklega þegar fólk reynir að tala við mig á rússnesku.
Indverska tónlistin úr littlum vasaútvörpum farðþega made in India og skrikkjóttir vegir eru búin að missa sjarmann og ég ætla að segja upp næstu daga.

Grikkir halda upp á nafndaga, en haldið er upp á öll nöfn og vegna þess að engin nennir að muna afmælisdaga þá er oft haldið upp á sameiginlega nafndags gleði.
En það gerði einmitt faðir minn í síðustu viku ásamt tveimur vinkonum sínum.
Það komu 50 manns heim og mikið sungið, dansað og borðað.
Annars hef ég frá littlu að segja, ég vaknaði einn janúar morgunn við jarðskjálfta sem var 6.5 á rikkter og rúmið mitt dansaði frá veggnum og skelltist aftur. Ég hélt að dómsdagur væri runinn upp og óskaði þess að hafa hlustað á votta Jehóva.
En svo átttaði ég mig á því að ég væri ennþá ó dæmd kona langt frá hel.

Ég kveð að sinni, þarf að skutla mér í bað.
Ég sendi birtu og kossa.
Ég þakka fyrir skemmtileg komment frá yndislegum konum og afsaka sambandsleysi.

Óver and át.

PS er komin með myspace síðu.

www.myspace.com/annabirta