Saturday, April 28, 2007


Ég í garðinum í Grikklandi.

Cool chips, ég útskrifast 26.maí. Arrrrægt.
Er að sauma mig í gegnum verkefni en það er sól úti núna og ég vil vera úti að borða ís.
Mér líður svoldið eins og þessum manni. Hann er ekki glaður.
Ég er hvít að utan en svört að innan af öfund.
Ég öfunda alla sem eru að leika sér núna og verða frekknóttir í dag.
Wheea, wheea (endurtekið gráthljóð með ekka).























Ég átti afmæli 23. apríl og ég varð 22.



Mér fannst erfitt að opna augun við hamingjuóskir og var óvenju melanchólísk
miðað við innbyggðu hamingjugenin mín sem yfirleitt blómstra á afmælum.

Fannst ég furðulega gömul og lítil í senn.

Ég hafði ekki gert nein veisluplön og mér fannst eins og að það væri ekki til neins að upphefja daginn, jú þó, ég fór í rauðann kjól.


Þegar skólanum lauk fór ég í móðurföðurhús og sá mér til mikillar gleði að amma mín hunángskona hafði bakað tvö epplapæ og bollur!

Eldhúsborðið skreytt með kertum og allskyns afurðum sykurfélagra Íslands.

Ég hrindi svo í góðar konur sem að komu í afmælisveislu sem varð eiginlega barnaafmæli, en vinkonur mínar hafa einmitt verið mjög iðnar að koma littlum krílum í heiminn.

Aðal númer afmælisveislunar var einmitt Mikael Benjamín, tveggja mánaða og fékk okkur allar til að kikna í hnjáliðunum.

Hér koma nokkrar myndir úr gleðinni.

P.S Þið sem munduð ekki eftir afmælinu mínu eigið bágt.